fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Pressan

Bráðsmitandi jólahlaðborð starfsfólks gjörgæsludeildar í Herslev – 15 smitaðir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 16:30

Mynd úr safni. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er annað að sjá en starfsfólk gjörgæsludeildar Herlev sjúkrahússins í Danmörku hafi ekki haft miklar áhyggjur af útbreiddu kórónuveirusmiti í dönsku samfélagi. Að minnsta kosti efndi það nýlega til jólahlaðborðs og afleiðingin er sú að 15 starfsmenn hafa greinst með veiruna.

Ekstra Bladet fékk þetta staðfest hjá talsmanni sjúkrahússins. Segir í svari hans að starfsfólkið hafi sótt jólahlaðborð þann 3. desember en það var haldið utan sjúkrahússins. Það var haldið áður en heilbrigðisyfirvöld hvöttu Dani til að sleppa jólahlaðborðum þetta árið.  Farið var eftir öllum gildandi reglum.

Allir þeir sem sóttu jólahlaðborðið eru fullbólusettir og höfðu fengið örvunarskammt. Að auki framvísuðu allir gestirnir neikvæðri niðurstöðu úr pcr-sýnatöku.

Smitin hafa að vonum haft áhrif á starfsemi gjörgæsludeildarinnar og hefur þurft að grípa til ýmissa ráðstafana til að halda henni gangandi. Starfsfólk hefur verið fært á milli deilda en tekist hefur að halda starfseminni nokkurn veginn ótruflaðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi