fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fastir pennarFókus

Poppsálin: Snapchatperrinn Hörður, barnagirnd og barnaníð

Fókus
Mánudaginn 13. desember 2021 20:30

Hörður og einn af prófílunum hans á Snapchat

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppsálin er poppmenningarlegt hlaðvarp með sálfræðilegu ívafi. Fjallað er um ýmis sálfræðileg málefni sem tengjast poppmenningu sem og áhugaverðar rannsóknir og pælingar innan sálfræðinnar.

Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar skrifar:

Um daginn barst póstur frá skóla sonar míns þar sem varað var við karlmanni sem var að klæmast við börnin í gegnum Snapchat. Á samfélagsmiðlinum kallaði hann sig Karl Jónsson en hafði áður notað önnur algeng karlmannsnöfn eins og Magnús. 

Foreldrarnir tóku málin í sínar hendur, þóttust vera börn á Snapchat og biðu eftir að hann léti til skara skríða. Karl, eða Magnús, var ekki lengi að bíta á agnið og fór að senda foreldrum ógeðsleg kynferðisleg skilaboð og myndir.  Hér meðfylgjandi eru skjáskot af samtölum mannsins.

Stuttu síðast bárust þær fréttir að búið væri að handtaka manninn. Þetta var enginn annar en fyrrum rannsóknarlögreglumaðurinn Hörður Sigurjónsson. Þekktur barnaníðingur sem náðist á upptöku fyrir mörgum árum í fréttaskýringaþættinum Kompás, þar sem hann var að reyna að tæla til sín 13 ára tálbeitu þáttarins. 

Hörður Sigurjónsson hefur stundað það í mörg ár að reyna að lokka til sín unga krakka. Finna má um hann ótal fréttir þar sem sagt er frá handtöku hans og að hann gangi síðan laus nokkrum dögum síðar. 

Lítið virðist vera hægt að gera til að stöðva þennan mann. Þann 9. desember síðastliðinn var Hörður úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um fjölmörg brot gegn börnum. 

Í nýjasta þætti Poppsálarinnar er fjallað um barnaníðinga og menn með barnagirnd líkt og Hörð. 

Farið er í það sem einkennir barnaníðinga. Einnig er rætt um barnagirnd annars vegar og barnaníðinga hins vegar og hvort hægt sé að grípa inn í og koma í veg fyrir það að einstaklingar með barnagirnd brjóti á börnum og gerist barnaníðingar. 

Hægt er að nálgast þáttinn hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun