fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Ósátt eftir að hún sá kynlífsdúkkuna – „Þau stálu andlitinu mínu“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 4. desember 2021 20:00

Hin raunverulega Yael

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yael Cohen Aris, 25 ára gömul fyrirsæta, er allt annað en sátt eftir að hún sá kynlífsdúkku sem lítur alveg út eins og hún sjálf.

Kynlífsdúkkan sem um ræðir er framleidd af fyrirtækinu Doll Studio en Yael segir að fyrirtækið hafi stolið útliti sínu fyrir dúkkuna. Hún segir til að mynda að dúkkan sé með eins fæðingarblett og hún.

Yael heldur því fram að Doll Studio hafi notað myndir og myndbönd af sér til að auglýsa dúkkuna en hún segir fyrirtækið hafa gert allt þetta án þess að biðja um leyfi hennar eða samþykki.

Það er óhætt að segja að Yael sé nokkuð vinsæl fyrirsæta en hún er með yfir milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. Það var einmitt einn af fylgjendum hennar sem gerði henni vart um tilvist kynlífsdúkkunnar. „Það kom mér á óvart að ég kannaðist við þetta kunnuglega andlit,“ segir Yael í samtali við Daily Star.

„Þá skildi ég samt ekki alveg hvað var í gangi svo ég gaf því ekki gaum og gleymdi því.“

Nú skilur Yael hvað var í gangi og hefur hún ákveðið að fara í hart. Hún segist vera komin með lögfræðing í málið en hún krefst þess að Doll Studio innkalli kynlífsdúkkuna og að hún fari úr hillum kynlífsverslana.

„Þau stálu andlitinu mínu, líkamanum mínum, jafnvel minnstu smáatriðum eins og fæðingarblettinum undir vörunum mínum – þau notuðu meira að segja nafnið mitt!“ segir hún en dúkkan heitir Yael eins og hún.

Kynlífsdúkkan Yael
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 4 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist
Fókus
Fyrir 6 dögum

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru