fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Jólamarengstoppar með bismark brjóstsykri sem koma með bragðið af jólunum

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 20:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marengstoppar eru ávallt ljúffengir og hátíðlegir molar til að bera fram. Hér er ein uppskrift af jólalegum marengstoppum með piparmyntu bismark brjóstsykri sem bráðna í munni og eru einstaklega góðir með heitu súkkulaði. Uppskriftin er bæði einföld og fljótleg og tilvalin til að dunda sér við í aðventunni.

 

Jólamarengstoppar með bismark brjóstsykri

– 3 eggjahvítur

– 200 g púðursykur

– 150 g hvítir súkkulaði dropar frá Nóa og Síríus (má líka vera venjulegt súkkulaði)

– 100 g bismark brjóstsykur

Byrjið á því að forhita bakarofninn í 150°C gráður. Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur, mjög mikilvægt að þeytta þar til marengsins er orðinn stífur. Myljið með buffhamri bismark brjóstsykurinn í pokanum í brot/mulning.

Blandið brjóstsykurs mulningnum og súkkulaðidropunum varlega saman stífþeyttu eggjahvíturnar við með sleif. Látið á plötu með bökunarpappír með teskeið, fínt að nota eina teskeið til að setja deig í og aðra til að ýta deiginu úr skeiðinni á bökunarpappírinn.

Líka fallegt að strá smá mulnings brotum af bismark brjóstsykrinum ofan á toppana áður en þeir fara inn í ofn. Fallegt og jólalegt.

Bakið í miðjum ofni við 150°C heita ofn á blæstri í 15 til 20 mínútur. Athugið ofnar geta verið ólíkir svo gott að fylgjast vel með.

Gleðilega aðventu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa