fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Eiður Smári um sinn gamla yfirmann – „Það varð honum kannski að falli“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 08:00

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea og Manchester United gerðu jafntefli í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn fór fram á Brúnni. Eiður Smári Guðjohnsen rýndi í leikinn hjá Síminn Sport í gær.

Chelsea var miklu betri aðili leiksins en United nýtti sér mistök í varnarleik Chelsea til að komast yfir.

„Ef þú horfir á tölfræðina þá segir hún sína sögu, United nýtti sér mistök Chelsea,“ sagði Eiður Smári að leik loknum á Vellinum hjá Síminn Sport.

Jorginho jafnaði metinn fyrir Chelsea eftir að hafa gert sig sekan um slæm mistök í marki United. „Hann sýnir mikinn andlegan styrk og slútta vítinu,“ sagði Eiður Smári.

Jadon Sancho setur boltann í netið. Mynd/Getty

Manchester United stillti upp þremur varnarsinnuðum miðjumönnum í leiknum undir stjórn Michael Carrick. „Þú veist að þegar þú stillir upp þeim þremur þá býstu ekki við listasýningu. Þeir eru góðir að brjóta niður sóknir, mér fannst Matic sterkastur af þeim þremur. Fred mjög duglegur en vantar gæðin.“

Ralf Rangnick er að taka við þjálfun liðsins og vill eflaust breyta einhverju. „Í draumaveröld viltu nota undirbúningstímabil í þetta og þessar færslur, að það sé mjög skýrt þegar leikmaður fer að þú vitir hvað á að gera,“ sagði Eiður.

Jadon Sancho skoraði mark United og hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð. „Frábært fyrir hann og United liðið. Það þurfti eitthvað svona til að United myndi skora.“

Ole Gunnar Solskjaer / Getty Images

Ole Gunnar Solskjær var rekinn frá United fyrir rúmri viku en hann og Eiður Smári unnu saman hjá Molde í Noregi þar sem Solskjær var stjóri Eiðs. „Maður spyr sig þegar þú ert með svona stóra karaktera í klefa, hvort hann hafi verið nógu stór. Á þjálfarinn ekki að vera stærstur af þeim öllum? Mjög fær þjálfari, frábærar æfingar og hafa alla góða í klefanum. Það varð honum kannski að falli, hann hafði alltof marga of góða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Patrick sá um Stjörnuna og kom Val í úrslitin

Mjólkurbikarinn: Patrick sá um Stjörnuna og kom Val í úrslitin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn handtekin um helgina

Goðsögn handtekin um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sögðu takk en nei takk við Tottenham

Sögðu takk en nei takk við Tottenham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“