fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Leynd liggur yfir því hvernig uppgjöri við Eið Smára er háttað

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. nóvember 2021 08:33

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands segir það trúnaðarmál hvernig starfslokum við Eið Smára Guðjohnsen er háttað. KSÍ mun 1 desember nýta sér uppsagnarákvæði í samningi Eiðs Smára. Frá þessu er sagt í Fréttablaðinu.

KSÍ greindi frá því á þriðjudag að Eiður Smári myndi láta af störfum og er talað um að ástæðan sé af persónulegum ástæðum hans.

Fram kom í yfirlýsingu KSÍ í gær sem Vanda Sigurgeirsdóttir skrifaði undir að málið hefði átt sér langan aðdraganda. Fleiri svör fást ekki frá formanni KSÍ sem neitar að ræða einkalíf þessa besta knattspyrnumanns í sögu Íslands.

„Það er fjallað um skilmála vegna starfsloka í ráðningarsamningi KSÍ við Eið Smára og eftir þeim er unnið, án þess að við séum að fara nánar út í hvernig þeir skilmálar eru, enda slíkur samningur trúnaðarmál,“ segir í skriflegu svari frá KSÍ við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, er með sama ákvæði í samningi sínum en uppsagnarákvæðið er í gildi frá 1. til 15. desem­ber. Vanda hefur hins vegar staðfest að Arnar verði áfram þjálfari liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla