fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Annálaður fýlupúki vekur eftirtekt á forsíðu jólablaðs – „Þetta er það ógnvænlegasta sem ég hef séð“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður og lögmaður, er sjálftitlaður fýlupúki í fýlupúkafélaginu og vísar iðulega til þess í pistlaskrifum sínum á Facebook. Það vekur því kannski eftirtekt margra að sjá Brynjar í jólapeysu á forsíðu jólablaðs Morgunblaðsins sem var dreift í aldreifingu í dag.

Þar má finna kostulegt viðtal við Brynjar þar sem hann greinir frá jólahefðum sínum, eða skort á slíkum, en þessi jólin ætlar hann að setja heilsuna í forgang.

„Það má hvað úr hverju kalla mig vaxtarræktartröll. Ég stefni á að taka þátt í Íslandsmótinu í fitness og síðan keppa í Sterkasta manni heims næsta sumar. Því mun ég ekki slá slöku við um jólin og æfa upp á hvern dag. Í kringum svona heilsuátak er gjörbreytt mataræði. Ég hef að vísu ekki smakkað áfengi eftir rafskútuslysið fræga og reikna ekki með að ég drekki áfengi í framtíðinni. Nú borða ég bara hollan mat og prótínríkan með dassi af sterum.“

Hann segir að jólamaturinn hans í ár verði í takt við ofangreint markmið.

„Jólamaturinn hjá mér verður þetta árið sex egg með fæðubótardrykkjum.“

Brynjar segist ekki strengja áramótaheit en hann voni þó að honum muni líða vel á næsta ári og svo að einhver hafi áhuga á að fá hann í vinnu.

Kostulegt viðtalið við Brynjar má lesa í heild í jólablaði Morgunblaðsins en þar fer Brynjar meðal annars yfir bernskuótta sinn við jólasveinana og þegar hann forðaði sér á hlaupum fimm ára gamall undan einum slíkum sveini.

Eins og sjá má hér að neðan hefur þó val Morgunblaðsins á forsíðufyrirsætu jólablaðsins vakið nokkra athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns
Fókus
Fyrir 5 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt