fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Þetta er það sem fólk sér mest eftir á banalegunni – „Heilsunni fylgir frelsi sem fáir átta sig á fyrr en þeir tapa því“ 

Fókus
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að okkar hinstu stund óskum við þess líklega flest að geta skilið við sátt og án eftirsjár. Það er þó ekki alltaf svo.

Fyrir nokkrum árum síðan skrifaði hjúkrunarfræðingurinn Bronnie Ware, sem vann lengi með sjúklingum í líknarmeðferð, bók sem kallast „Fimm algengustu eftirsjár dauðvona fólks“. Hún hafði fylgt mörgum í gegnum þeirra seinustu mánuði og spurði sjúklinga sína hvort þeir hefðu einhverjar eftirsjár eða hvort þeir hefðu viljað lifa lífinu öðruvísi. Hún tók eftir því að margir svöruðu því sama.

Þær eftirsjár sem hún fjallar um í bókinni, og segir þær algengustu, eru eftirfarandi:

1 „Ég vildi að ég hefði haft hugrekkið til vera sjálfum mér samkvæmur í stað þess að lifa lífinu eftir væntingum annarra“

Bronnie segir þetta algengastur eftirsjána.

„Þegar fólk áttar sig á að lífið þeirra er á enda og líta um farinn veg þá er auðvelt að sjá þar alla draumana sem aldrei rættust. Margir höfðu ekki elst við einu sinni helming drauma sinna og þurftu að deyja vitandi að það var vegna þeirra ákvarðana sem þau tóku, eða eftir atvikum tóku ekki. Heilsunni fylgir frelsi sem fáir átta sig á fyrr en þeir tapa því.“ 

2 „Ég vildi að ég hefði ekki unnið svona mikið“

Bronnie segir að þessi eftirsjá hafi verið sérstaklega algeng meðal karlmanna.

„Þeir misstu af æsku barna sinna og tíma með mökum sínum. Konur nefndu einnig þess eftirsjá, en þar sem flestir sjúklinga minna voru af eldri kynslóðinni höfðu margir kvenkyns sjúklingar mínir aldrei verið fyrirvinnan á heimilum sínum. Mennirnir sem ég hjúkraði sáu mikið eftir því að hafa varið svo miklu af lífi sínu í vinnunni.“ 

3 „Ég vildi að ég hefði haft hugrekkið til að opna mig um tilfinningar mínar“

Bronnie segir að margir hafi greint henni frá því að þeir hafi bælt niður tilfinningar sínar ítrekað í lífinu til að halda friðinn.

„Útkoman varð sú að fólk hafði sætt sig við meðalmennskuna og urðu aldrei þau sem þau höfðu allar forsendur til að verða. Margir þróuðu með sér veikindi sem tengdust biturleikanum og gremjunni sem þau báru með sér því þau bældu tilfinningar sínar.“ 

4 „Ég vildi að ég hefði haldið sambandi við vini mína“

Bronnie sagði marga hafa átta sig á því á banalegunni að þeir hafi misst samband við góða vini í gegnum árin.

„Oft áttuðu þau sig ekki á þeim fríðindum sem felast í gömlum vinum fyrr en á hinstu stundu og þá var ekki alltaf mögulegt að hafa uppi á vinunum aftur. Margir höfðu orðið svo uppteknir í lífinu að þeir leyfðu dýrmætri vináttu að fjara út með árunum. Margir sáu mikið eftir því að hafa ekki gefið vináttunni þann tíma og fyrirhöfn sem hún verðskuldar. Allir sakna vina sinna þegar þeir eru að deyja.“ 

5 „Ég vildi að ég hefði leyft mér að vera hamingjusamari“

Bronnie segir að þessi eftirsjá hafi komið henni á óvart.

„Þetta er óvenjulega algeng eftirsjá. Margir átta sig ekki á því fyrr en við endalokin að hamingja er ákvörðun. Þau höfðu verið föst í gömlum mynstrum og vönum.“ 

Bronnie segir að fólk hafi orðið fast í sínum þægindaramma og tilbúið að þykjast vera hamingjusamt af ótta við breytingar.

„Óttinn við breytingar lét þau þykjast fyrir öðrum og fyrir sjálfum sér, láta eins og þau væru sátt þegar innst inni þráðu þau að hlæja almennilega og upplifa aftur kjánalæti í lífi sínu.“ 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Í gær

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig