fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Rikki G segir frá því hvað gerðist í Norður-Makedóníu – „Hver er glæpurinn?“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 18:00

Eiður Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um starfslok Eiðs Smára Guðjohnsens og umræddan gleðskap landsliðsins í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í dag. Ríkharð Óskar Guðnason, þáttastjórnandi Þungavigtarinnar, segist hafa verið í sambandi við aðila sem var í umræddum gleðskap fyrr í nóvember mánuði og hann spyr einfaldlega hver glæpurinn sé af hálfu Eiðs Smára Guðjohnsen

,,Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hef ég ekki náð á Eið Smára, hann hefur ekki svarað, ekkert frekar en KSÍ. En í dag heyrði ég í aðila sem var þarna á staðnum og svona blasir þetta við,“ segir Ríkharð í þættinum Þungavigtin og rekur atbuðrðarrásina:

,,KSÍ býður upp á drykki eftir leikinn á móti Norður Makedóníu. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að mótið er á þessum tímapunkti búið, verkefninu er lokið og skiptingin er þannig að leikmenn eru á einni hæð og starfsliðið á annarri hæð. Það er byrjað að sumbla frekar seint, leiknum lýkur seint og landsliðið átti að ferðast snemma morguninn eftir. Allir í starfsliðinu fá sér rauðvín þetta kvöld, það er gripið í spil,verið að fara yfir eitt og annað og í raun og veru lítið sofið. Starfsliðið þarf að vakna klukkan fimm að morgni til og fara í morgunmat og það er ljóst að þegar að þú ert búinn að sofa lítið og fá þér aðeins í glas þá er auðvitað misjafnt ástand á mönnum.“

,,Landsliðsþjálfarinn fer upp á herbergi klukkan eitthvað og Eiður Smári situr eftir, spjallar við son sinn og annan landsliðsmann áður en að farið er upp á herbergi.  Eiður fer upp örlítið seinna, fór aldrei út af hótelinu eða neitt slíkt, það var ekkert vesen. Síðan var mætt í morgunmatinn, illa sofinn og þannig vindur þetta einhvernveginn upp á sig.“

Ríkharð Óskar spyr á þessum tímapunkti í þættinum hver glæpurinn sé og heldur áfram með mál sitt. ,,KSÍ var búið að leggja blessun sína yfir að menn myndu fá sér í glas. Menn áttu bara síðan að mæta í morgunmat sem Eiður gerði að mér skilst. Það var talað um að einhver hefði mætt seint í rútuna, það var hvorki Eiður né þessi leikmaður sem á að hafa farið yfir strikið í drykkju, Jón Dagur Þorsteinsson sem gerðu það. Birkir Már Sævarsson mætti of seint í rútuna og það tengist þessu ekki neitt.“

Hver er glæpurinn? spyr Ríkharð Óskar síðan aftur eftir að hafa rekið atburðarrásina eins og hún blasir við honum eftir að hafa rætt við einstakling sem var með landsliðinu umrætt kvöld. ,,Það er enginn glæpur,“ svaraði Mikael Nikulásson, sérfræðingur Þungavigtarinnar.

Seint í gærkvöldi birtist yfirlýsing á vefsíðu KSÍ þar sem að greint var frá því að sambandið hafi nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi Eiðs. Í samtali við 433.is í dag segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptasviðs sambandsins, að ákvörðunin sé tekin með persónuleg málefni Eiðs Smára í huga.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur 433.is ekki náð á Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ né Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins, til þess að fá nánari útskýringar á starfslokum Eiðs Smára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís eina spurningamerkið

Glódís eina spurningamerkið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Í gær

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta