fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Matur

Matur og heimili: Yngsti bakari landsins bakaði girnilega og ljúffenga skyrköku

DV Matur
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátturinn Matur & heimili er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 19 og aftur kl. 21, en hann er í umsjón Sjafnar Þórðar.

Í kvöld verða sælkerakræsingar í forgrunni í þættinum. Sjöfn heimsækir Evu Dögg Sigurgeirsdóttur og syni hennar tvo, Bjarna Gabríel og Viktor Áka, sem ætla að baka eldbakaðar, syndsamlega góðar pítsur en fjölskyldan reynir að vera með pítsakvöld einu sinni í viku.

„Við fjölskyldan höfum ávallt búið okkur til tíma til að elda saman og að baka pítsur með strákunum er eitt það skemmtilegasta sem ég geri eftir að við fengum þennan snilldar Bertello pítsaofn. Það er svo ljúffengt að fá eldbakaðar pítsur sem tekur einungis um eina til þrjár mínútur að baka,“ segir Eva Dögg sem er orðin eldklár með pítsaspaðann við hönd.

Síðan heimsækir Sjöfn mæðgurnar, Elínu Heiðu Hermannsdóttur og Berglindi Hreiðarsdóttur köku- og matarbloggara með meiru, heim í eldhúsið. Elín Heiða er væntanlega yngsti matreiðslu- bókaútgefandi landsins og ætlar að töfra fram ljúffengar kræsingar upp úr bókinni fyrir Sjöfn. Þar á meðal er skyrkaka sem Elín segir vera sína eftirlætis. „Þetta er ein uppáhalds kakan mín og ég var ekki lengi að ákveða að hún færi í þessa bók,“ segir Elín Heiða og er hin stoltasta með matreiðslubókina sína. „Það var virkilega gaman að vinna að þessu verkefni með Elínu Heiðu og við mæðgurnar tókum sumarið í þetta,“ segir Berglind og er hin ánægðasta yfir að dóttirin deili með henni áhuganum á bakstri.

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þættinum:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
21.12.2023

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
27.10.2023

Ítölsk tortellini tómatsúpa

Ítölsk tortellini tómatsúpa
Matur
26.10.2023

Tikka masala grænmetisætunnar

Tikka masala grænmetisætunnar
Matur
21.10.2023

Kjúklingurinn sem býr til flugeldasýningu

Kjúklingurinn sem býr til flugeldasýningu
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Hide picture