fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Gefur lítið fyrir meint kynþáttaníð – „Ég borða banana rosalega oft“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 12:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Felix Afena-Gyan, nýjasta stjarnan í liði Roma í ítölsku úrvalsdeildinni, segir ekki hafa verið um kynþáttaníð að ræða, þegar að einstaklingur sem var viðstaddur stund þegar að José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, gaf hinum unga leikmanni skó, lét mjög svo óheppileg orð falla.

,,Það eru bananar í kassanum,“ mátti heyra einstakling segja í myndbandi af stundinni þegar að Mourinho afhenti Felix kassa með nýjum skóm fyrir að hafa skorað tvö mörk í leik með Roma á dögunum.

Í kjölfar þess að myndaband af atvikinu fór í dreifingu á samfélagsmiðlum voru margir sem hneyksluðust á þessum ummælum.

Felix sá sig knúinn til þess að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Hann segist ekki hafa móðgast yfir orðunum sem umræddur einstaklingur lét falla. „Ég móðgaðist ekki vegna þessara ummæla og tel að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða. Frá fyrsta degi hjá félaginu hef ég fengið frábærar móttökur hérna, ég er einn af fjölskyldunni. Ég borða banana rosalega oft  og það hefur orðið að gríni á milli okkar stundum. Þessi ummæli voru bara dæmi um það,“ segir Afena-Gyan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Í gær

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Í gær

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United