fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fókus

Hugrún Birta krýnd Miss World Iceland án þess að taka þátt í keppni

Fókus
Mánudaginn 15. nóvember 2021 10:25

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðardrottningin og fyrirsætan Hugrún Birta Egilsdóttir verður fulltrúi Íslands í Miss World Iceland 2021 í desember.

Miss World Iceland afhjúpar nýkrýndu drottninguna í færslu á Instagram. Hugrún Birta var valin þrátt fyrir að taka ekki þátt í fegurðarsamkeppni eins og tíðkast en þetta er í annað skipti sem Miss World Iceland velur fulltrúa með þessum hætti.

Árið 2019 var Kolfinna Mist Austfjörð valin sem fulltrúi þjóðarinnar. Það vakti talsverða athygli á sínum tíma þar sem Kolfinna Mist er frænka Lindu Pétursdóttur, umboðsaðila Miss World á Íslandi og fyrrverandi fegurðardrottningar.

Sjá einnig: Linda Pé valdi frænku sína sem fulltrúa Íslands í Miss World

Keppnin verður haldin 16. desember næstkomandi í Púertó Ríkó.

Hugrún er reynslubolti þegar kemur að fegurðarsamkeppnum. Hún var krýnd Miss Supranational í Miss Universe Iceland árið 2019.

Hún á ekki langt að sækja glæsileikann en systir Hugrúnar er fyrrverandi fegurðardrottningin Ingibjörg Egilsdóttir. Amma þeirra, Esther Garðarsdóttir, var valin Ungfrú Reykjavík árið 1959.

Sjá einnig: Ingibjörg Egils deilir ótrúlegri sögu af ömmu sinni – Fegurðarsamkeppnin breytti öllu fyrir einstæða móður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala
Fókus
Í gær

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar