fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Byrjunarlið Íslands fyrir lokaleikinn í undankeppninni: Bakvarðabreytingar

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 15:34

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið mætir Norður-Makedóníu í lokaleik sínum í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2022 nú klukkan 17. Leikið er ytra. Byrjunarlið Íslands í leiknum hefur verið tilkynnt.

Tvær breytingar eru á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik gegn Rúmenum. Guðmundur Þórarinsson kemur inn fyrir Ara Frey Skúlason sem fór meiddur út af snemma í síðasta leik. Þá kemur Birkir Már Sævarsson inn í liðið fyrir Alfons Sampsted.

Ísland er í fimmta sæti riðilsins með 9 stig og á ekki möguleika á að komast á HM fyrir þennan lokaleik sinn í riðlinum.

N-Makedónar eru í öðru sæti með 15 stig og tryggja umspilssæti um þátttökurétt í lokakeppninni í Katar með sigri á Íslandi í dag. Rúmenar anda þó ofan í hálsmálið á þeim. Liðið er með 14 stig.

Nánast bókað er að Rúmenar vinna sinn leik gegn Liechtenstein í dag. Ísland mun því að öllum líkindum skemma drauma N-Makedóna með því að gera jafntefli eða sigra í dag.

Um 16 þúsund áhorfendur fá að mæta á völlinn í Skopje í dag.Leikvangurinn sem spilað verður á, Todor Proeski, tekur almennt 33 þúsund manns. Aðeins má þó nýta 50 prósent sæta vegna reglna sökum kórónuveirufaraldursins.

Byrjunarlið Íslands

Elías Rafn Ólafsson – Birkir Már Sævarsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Daníel Leó Grétarsson, Guðmundur Þórarinsson – Ísak Bergmann Jóhannesson, Birkir Bjarnason, Stefán Teitur Þórðarson – Albert Guðmundsson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“
433Sport
Í gær

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Í gær

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt
433Sport
Fyrir 3 dögum

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Fyrir 3 dögum

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik