fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Pressan

Athyglisverð ný rannsókn – Ákveðin einkenni í heila ofbeldismanna og morðingja

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 11:00

Niðurstöðurnar eru athyglisverðar. Mynd:Schizophrenia bulletin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar norskrar rannsóknar eru um margt athyglisverðar en samkvæmt þeim þá eykur blanda af geðveiki og geðveikiseinkennum líkurnar á að einstaklingur fremji ofbeldisbrot. Vitað er að margir eru í andlegu ójafnvægi þegar þeir fremja morð og sumir eru í geðrof. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að sama frávikið er í heila þeirra, sem voru rannsakaðir, sem höfðu framið morð og alvarleg ofbeldisbrot.

TV2 skýrir frá þessu. Haft er eftir Natalia Tesli, sem vann að rannsókninni, að blanda af geðveiki og geðveikiseinkennum auki hættuna á að viðkomandi fremji alvarleg ofbeldisbrot. Niðurstaðan fékkst með því að taka sneiðmyndir af heilum þátttakendanna.

Niðurstaðan vekur upp spurningar um hvort hægt verði að nota sneiðmyndatöku af heila fólks til að kortleggja hverjir eru hugsanlega hættulegir og spá fyrir um líkurnar á að viðkomandi beiti ofbeldi. Tesli sagði að ekki væri hægt að útiloka að hægt verði að gera það í framtíðinni en fyrst verði að gera stærri rannsóknir þar sem öðrum aðferðum verði jafnframt beitt áður en þetta markmið næst.

300 manns tóku þátt í rannsókninni. 20 eru í öryggisvistun vegna afbrotaferils, 28 eru ofbeldishneigðir og hafa verið greindir með geðsjúkdóm, 58 eru geðsjúkir en eiga sér enga sögu um ofbeldi, restin er heilbrigt fólk. Allir þátttakendurnir gáfu samþykki fyrir að vera með í rannsókninni og fóru í sneiðmyndatöku.

Tesli hafði sérstakan áhuga á hvíta efninu í heilanum en það eru taugaþræðir sem tengja hin ýmsum svæði heilans saman. Líkja má þessum þráðum við „hraðbrautir“ sem flyta upplýsingar á milli staða en þessar upplýsingar mynda grundvöll fyrir hugsanir, tilfinningar og hegðun okkar. TV2 hefur eftir Tesli að greinilegt frávik hafði verið á þessu hvíta efni hjá þeim sem höfðu gerst sekir um ofbeldisbrot og þeim sem ekki höfðu beitt ofbeldi. Þetta á einnig við um þau svæði heilans sem sjá ekki um tilfinningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“