fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Missti af flugvélinni á Kastrup – Þá hófust vandræði hans fyrir alvöru

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 06:25

Kastrup. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina var maður handtekinn á Kastrupflugvellinum í Kaupmannahöfn eftir að hann missti af fluginu sem hann ætlaði með úr landi. Hann var þó ekki handtekinn fyrir að missa af flugvélinni enda ekki saknæmt að missa af flugi, frekar bara aulaskapur.

Hann var handtekinn eftir að tollverðir fundu 5,5 milljónir danskra króna í reiðufé í ferðatösku hans. Þetta svarar til um 110 milljóna íslenskra króna.

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem ferðalangur er handtekinn á Kastrup með milljónir í farteskinu. Báðir voru þeir á leið úr landi.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til loka nóvember á laugardaginn en hann er grunaður um peningaþvætti og hylmingu. Hann er á fimmtugsaldri. Lögreglan hefur ekki viljað skýra frá hvert hann var að fara.

Um miðjan október var maður á sama aldri handtekinn á Kastrup þegar hann ætlaði til Tyrklands. Hann var með 3,5 milljónir danskra króna í reiðufé í ferðatöskunni sinni. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um peningaþvætti og hylmingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ógnvekjandi klámleit Bryans Kohberger áður en hann myrti fjóra vini og samleigjendur

Ógnvekjandi klámleit Bryans Kohberger áður en hann myrti fjóra vini og samleigjendur
Pressan
Í gær

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“