fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Jada Pinkett Smith opnar sig um kynlíf hennar og Will Smith

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. október 2021 11:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jada Pinkett Smith opnar sig um kynlíf hennar og eiginmanns hennar Will Smith.

Í spjallþætti sínum, Red Table Talk, ræddi Jada við móður sína, Adrienne Banfield-Norris og leikkonuna Gwyneth Paltrow, sem var gestur í þættinum, um hvernig það er að viðhalda góðu kynlífi og mikilvægi þess að ræða við maka þinn um kynferðislegar langanir þínar.

Í lok september greindi Will Smith frá því að hann og Jada væru í opnu hjónabandi. Will og Jada hafa verið gift í tæplega 24 ár og eiga saman börnin Jaden og Willow Smith.

Sjá einnig: Will Smith viðurkennir að hann og Jada séu í opnu sambandi

Hjónin hafa því verið ófeimin að ræða samband sitt og nú opnar Jada sig um kynlíf þeirra hjóna.

„Það er erfitt,“ sagði Jada. „Það sem við Will tölum mikið um er ferðalagið. Við byrjuðum í þessu mjög ung, 22 ára gömul […] Ég held að þú býst við því að maki þinn viti hvað þú þurfir, sérstaklega þegar kemur að kynlífi. Það er alveg: „Ef þú elskar mig þá ættirðu að vita. Ef þú elskar mig þá ættirðu að geta lesið hugsanir mínar.“ Það er gildra.“

Jada lagði áherslu á mikilvægi samskipta. „Segðu mér hvað þú þarft. Segðu mér hvað þú vilt og þar að auki, þá veit ég að ég þarf að gera slíkt hið sama. Ég virkilega reyni. Það er óþægilegt en það er gríðarlega heilbrigt. Og sérstaklega varðandi kynlíf. Því þetta er eitthvað sem við tölum ekki um og það er svo mikil fantasía í kringum það.“

Þú getur horft á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Í gær

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum