fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fókus

Önnur fyrirsæta stígur fram og afhjúpar dökku hliðar Victoria‘s Secret

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 27. október 2021 09:00

Samsett mynd/Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi Victoria‘s Secret fyrirsætan Selita Ebanks opnar sig um hvernig það var að starfa fyrir undirfatarisann og óraunhæfu útlitskröfurnar sem hún neyddist til að fylgja.

Selita er ekki fyrsta fyrirsætan sem gagnrýnir Victoria‘s Secret opinberlega. Bridget Malcolm hefur verið ófeimin við að gagnrýna fyrirtækið á samfélagsmiðlum. Hún kom einnig nýlega fram í þætti af 60 Minutes Australia til að ræða um undirfatarisann og fyrirsætubransann í heild sinni.

Sjá einnig: Átti að nota kókaín og kynlíf til að grennast

Selita kom fram í þættinum True Hollywood Story á sjónvarpstöðinni E! á mánudagskvöld. Stikla úr þættinum er á YouTube-síðu E!.

Hún segir að á bak við tjöldin hafi starfið verið langt frá því að vera eins glæsilegt og stórkostlegt og það virðist vera.

„Það eru ákveðnar reglur sem þú þarft að fylgja. Það er ætlast til þess að þú viðhaldir þyngd þinni og því miður erum við að fara gegn móður náttúru. Þetta er ekki eitthvað sem er náttúrulegt. Þetta er ekki eitthvað sem ætti að gerast. Þetta er erfitt,“ segir hún.

Borðuðu eitt epli á dag

Sálmeðferðarfræðingurinn Stacy Kaiser segir í þættinum að hún hafði heyrt að sumar fyrirsætur „áður fyrr“ hafi aðeins borðað eitt epli á 24 tíma fresti til að viðhalda grönnum vexti sínum. Þannig voru útlitsstaðlar fyrirtækisins.

Selita útskýrir nánar að það hafi verið markmið allra fyrirsæta Victoria‘s Secret að verða „engill“, sem hún síðar varð.

„Ég hef verið á mörgum tískupöllum en að vera í Victoria‘s Secret tískusýningunni var meira en bara starf í mínum huga. Það var hápunkturinn,“ segir.

Englarnir eru frægustu og eftirsóttustu fyrirsæturnar og því fylgir meiri athygli og aukin pressa. „Lífið mitt breyttist svakalega, bara á einni nóttu,“ segir Selita.

„Allt í einu veit fólk hvað þú heitir. Þú kemst að því að fólk sem þú taldir vini þína eru ekkert vinir þínir. Mörgum öðrum fyrirsætum þótti ég ekki starfsins verðug þannig ég þurfti eiginlega að berjast fyrir þessu.“

Selita segist meðvituð um að margt óviðeigandi hafi átt sér stað á þessum tíma. „Ég hef heyrt hryllingssögur frá öðrum ungum konum og ég vona að allt sem var gert á bak við tjöldin komi upp á yfirborðið,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hver er dularfulla konan sem gerði allt vitlaust á Met Gala?

Hver er dularfulla konan sem gerði allt vitlaust á Met Gala?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey vaknaði með slæman hausverk – Lá nokkrum tímum síðar á milli heims og helju á sjúkrahúsi

Laufey vaknaði með slæman hausverk – Lá nokkrum tímum síðar á milli heims og helju á sjúkrahúsi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er mjög meðvituð um að ég á bara þetta eina líf sem Katrín Myrra“

„Ég er mjög meðvituð um að ég á bara þetta eina líf sem Katrín Myrra“