fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Rómantísk og opinská játning Vesturbæings vekur mikla athygli – „Til þín sem komst inn á Kaffivest áðan“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. október 2021 10:31

Kaffi Vest árið 2016. Mynd: Stefán Karlsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem býr í Vesturbænum virðist hafa orðið fyrir sterkum áhrifum af ókunngri konu sem hann átti dálítil samskipti við hjá kaffihúsinu Kaffi Vest við Hofsvallagötu. Maðurinn hreifst svo af konunni að hann skrifar til hennar stutta sögu í íbúahóp Vesturbæinga, sögu sem mætti túlka sem ástarjátningu.

Frásögnin hefur vakið gífurlega athygli bæði á Facebook og Twitter. Margir hrífast af skrifum mannsins, ekki síst konur, ef marka má ummæli við færsluna. Má skilja af ummælum sumra kvennanna að þær vildu gjarnan sjá skrifum af þessu tagi beint til sín.

Frásögn mannsins er eftirfarandi:

„Þú horfðir aftur beint í augu mín og brostir.

Á meðan ég var að föndra við hjólið mitt og tefja tímann áður en ég lagði af stað í Melabúðina þá hugsaði ég hvernig ég gæti vakið athygli þína eitt augnablik svo ég stoppaði fyrir framan þig á bekknum og sagði “falleg” eða eitthvað svoleiðis held ég, þú leist upp og síðan á köttinn og sagðir “já er hún ekki kósý”……….

Ég vildi bara koma því til skila að ég átti ekki við köttinn heldur þig.

Ps. Eftir að hafa keypt mér hálfann kjúkkling og Pepsímax í Melabúðinni og var á leiðinni heim þá ásótti mig hugsunin um að skrifa um þetta atvik en ég veit ekkert af hverju ég set þessar hugsasnir fyrir almanna sjónir hérna en vanalega fara smásögurnar mínar beina leið í pappakassann hjá barnafötunum uppi á háalofti.

ps.ps þetta bréf er ekki kostað af Melabúðinni, PepsiMax eða Kaffivest.

Kveðja úr Vesturbænum.“

Netverjar hrífast af skrifunum

„Takk fyrir að deila þessu, það er ástæða fyrir öllu, bara hvað þetta var einlægt og fallegt. gefur gull í mund og bros á vör fyrir þónokkra sem þurfa svona gullkorn í október morgunsárið að halda. Takk kærlega,“ segir kona ein sem hrífst af þessum skrifum mannsins.

„Falleg saga,“ segir önnur og ein segir: „Ástir og örlög í Vesturbænum. Bíð spennt eftir framhaldssögu.“

Á Twitter skilgreina sumir þetta uppátæki mannsins sem sérstæða „pikköpp-línu“.

Ekki liggur fyrir hvort konan sem maðurinn beindi skrifunum til sé búin að sjá þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hrafnkell Ívarsson hlutskarpastur í „Sterkasti maður Íslands“ – Sjáðu myndbandið

Hrafnkell Ívarsson hlutskarpastur í „Sterkasti maður Íslands“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlustaði ekki á viðvörun móður sinnar um brjóstastækkunina og sér nú eftir því

Hlustaði ekki á viðvörun móður sinnar um brjóstastækkunina og sér nú eftir því