Það vita flestir að það hefur lengi andað köldu á milli bræðranna Noel og Liam Gallagher, en þeir hafa vart talast við síðan hljómsveit þeirra Oasis lagði upp laupana árið 2009.
Noel hefur nú greint frá því hvað átti sér stað þeirra á milli og tekið ábyrgð á hvernig fór.
Hann sagði í samtali við The Matt Morgan hlaðvarpið: „Liam gaf okkur mikið af fötum, ekki bara mér hann gaf allri hljómsveitinni. Ég fór beint í næstu góðgerðarverslun og skildi þau eftir fyrir utan dyrnar. Hann varð fokking bilaður. Hann sagði: „Ef þú fokking vildir þau ekki þá hefðir þú bara átt að segja að þú fokking vildir þau ekki , kuntan þín.“
Fötin komu frá merki Liams, Petty Green, og var Liam að gefa hljómsveitarmeðlimum fötin áður en þau komu í verslanir og tók því óstinnt upp að fatnaður sem ekki átti að vera kominn til sölu var skyndilega kominn í góðgerðarverslun.
„Þetta var upphafið af endinum,“ sagði Noel í viðtalinu.
Noel hefur í gegnum tíðina kennt bróður sínum um það að hljómsveitin hætti. Nú virðist komið annað hljóð í Noel eftir allan þennan tíma og hefur hann undanfarið hrósað bróður sínum nokkuð og meðal annars sagt að Oasis hefðu aldrei orðið eins frægir og þeir urðu ef ekki væri fyrir Liam.
Liam virðist einnig að einhverju leyti tilbúin til að grafa stríðsöxina og stungið upp á því að Oasis komi aftur saman fyrir minnst eina tónleika í góðgerðarskyni.
Listen seriously a lot of people think I’m a cunt and I am a good looking cunt but once this is put to bed we need to get oasis back for a 1 of gig rite for charity c’mon Noel we can then go back to our amazing solo careers c’mon you know LG x
— Liam Gallagher (@liamgallagher) March 19, 2020