fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Segir Liverpool eiga yfir að skipa bestu framlínu í heimi á ný – ,,Þeir geta splundrað liðum“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal og sparkspekingur hjá Sky Sports, segir Liverpool eiga yfir að skipa bestu framlínu í knattspyrnuheiminum á ný.

Hann segir Sadio Mane, Roberto Frimino og Mohamed Salah, fremstu leikmenn Liverpool, hafa endurheimt stöðu sína sem besta framlína heims og telur þá geta orðið til þess að Liverpool nái markmiðum sínum á tímabilinu sem hljóti að vera að endurheimta enska meistaratitilinn.

,,Það er nánast ekki hægt að stöðva þessa þrjá, þeir geta splundrað liðum og skorað þrjú til fjögur mörk á tuttugu mínútna kafla. Það var það sem skipti svo miklu máli fyrir Liverpool er liðið var enskur meistari á sínum tíma og nú hefur liðið endurheimt það,“ skrifar Merson í pistli sem birtist á vefsíðu Sky Sports.

Hann segir þetta merkilega þróun mála þar sem það getur reynst erfitt fyrir slíkt þríeyki að komast aftur á toppinn eftir að hafa átt erfiða tíma á síðasta tímabili þar sem Liverpool mistókst að verja titilinn í ensku úrvalsdeildinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir