fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Heiða og Brynja færa út kvíarnar – Fengu grænt ljós fyrr en þær bjuggust við

Fókus
Fimmtudaginn 21. október 2021 12:58

Mæðgurnar Heiða B. Heiðars og Brynja Dögg Heiðudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefverslunin Pomp og prakt hefur tryggt sér umboðið fyrir iDesign – The Home Edit vörulínunni sem hefur farið sem eldur í sinu víða um lönd eftir að Netflix serían „Get Organized with The Home Edit“ sló rækilega í gegn. Vörulínan er því svo sannarlega spennandi viðbót við úrvalið hjá Pompi og prakt sem opnaði fyrir rúmum mánuði með hinum vinsælu og vönduðu skipulagsvörum frá iDesign. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Von er á annarri seríu The Home Edit í janúar og Popmpi og prakt er sönn ánægja að geta loksins boðið upp á The Home Edit línuna á Íslandi og öll þau fjölbreyttu acryl box sem hún inniheldur og auðvelda allt skipulag í hverjum krók og kima á heimilum og vinnustöðum. Þá er einnig væntanlega viðarlína fyrir þá sem vilja einungis nota endurvinnanleg efni.

iDesign – The Home Edit  eru einungis til sölu í einni verslunarkeðju í Bandaríkjunum, The Container Store, einni í Bretlandi, John Lewis. Þannig að hjá Pompi og prakt er mikil ánægja með að hafa komist yfir þetta eftirstótta umboð og geta boðið vörurnar til sölu á Íslandi.

Eigendur Pomp og prakt, mæðgurnar Heiða B. Heiðars og Brynja Dögg Heiðudóttir, töldu raunhæft að reikna með því að fá umboðið fyrir þessa vinsælu vörulínu eftir eitt eða tvö ár. Biðin reyndist miklu styttri og það kom þeim vægast sagt ánægjulega á óvart þegar þær fengu grænt ljós fyrir nokkrum vikum og þær hafa verið í mestu vandræðum að halda þessu leyndu.

Stjórnendur „Get Organized with The Home Edit“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni