fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Beraði sig fyrir framan ungmenni í Laugardal

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 05:57

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn við íþróttasvæði í Laugardal. Þar hafði hann látið ófriðlega og að sögn berað sig fyrir framan ungmenni sem voru á æfingu. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á sjöunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um ölvaðan mann á veitingastað í Kópavogi. Hann neitaði að greiða fyrir veitingar og hafði í hótunum við starfsfólk. Hann skildi greiðslukort sitt og farsíma eftir er hann yfirgaf staðinn. Nokkru síðar var maðurinn handtekinn í öðru máli en í því er hann grunaður um eignaspjöll. Hann var vistaður í fangageymslu.

Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra var einnig kærður fyrir notkun farsíma við akstur. Einn reyndist vera ökuréttindalaus og einn er aðeins 17 ára. Foreldrum hans og barnaverndaryfirvöldum var tilkynnt um málið.

Einn ökumaður var kærður fyrir akstur á gildra ökuréttinda og er um ítrekað brot að ræða. Bifreiðin, sem hann ók, reyndist vera ótryggð og voru skráningarmerkin því fjarlægð af henni.

Einn var handtekinn um klukkan eitt í nótt í Miðborginni grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á Þingvallavegi missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á níunda tímanum í gærkvöldi og lenti hún á vegriði. Engin slys urðu á fólki. Bifreiðin skemmdist mikið og var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna