fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Allsvenskan: Hákon Rafn hélt hreinu í marki Elfsborg – Sveinn Aron kom af bekknum

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 18. október 2021 19:13

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld.

Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir Norrköping sem tapaði 5-0 gegn Hacken á útivelli. Patrik Walemark, Leo Bengtsson og Joona Toivio sáu um mörk heimamanna í leiknum auk þess sem Henrik Castegren, leikmaður Norrköping, skoraði sjálfsmark.

Óskar Sverrison kom inn á sem varamaður fyrir Hacken í lok leiks en Valgeir Friðriksson sat allan tímann á varamannabekknum. Norrköping er í 5. sæti með 39 stig. Hacken er í 8. sæti með 31 stig.

Hákon Rafn Valdimarsson hélt hreinu í marki Elfsborg sem vann góðan 3-0 útisigur á Djurgarden. Simon Olsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 20. mínútu og Rasmus Alm bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Sveinn Aron kom af varamannabekknum í liði Elfsborg þegar að tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Elfsborg er nú tveimur stigum á eftir toppliði Malmö, með 42 stig í 4. sæti þegar 7 umferðir eru eftir. Djurgarden er jafnt Malmö að stigum í 2. sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Í gær

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“