fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

WHO ætlar að rannsaka uppruna kórónuveirunnar á nýjan leik – Hugsanlega síðasta rannsóknin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 06:45

Kórónuveiran kom fyrst fram í Wuhan í Kína. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur sett nýjan rannsóknarhóp á laggirnar til að rannsaka upptök kórónuveirunnar sem herjar á heimsbyggðina þessi misserin. Þetta er hugsanlega síðasta tilraunin til að rannsaka þetta til að geta slegið því föstu hvaðan veiran kom.

WHO sendi hóp sérfræðinga til Kína í febrúar til að rannsaka málið en segja má að engin ákveðin niðurstaða hafi fengist við þá rannsókn. Hópurinn sagði að líklega hafi hún borist í fólk frá leðurblökum en að frekari rannsókna væri þörf til að ganga fullkomlega úr skugga um þetta. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, viðurkenndi síðar að rannsóknin hefði verið erfið vegna skorts á samstarfsvilja hjá Kínverjum.

WHO tilkynnti í gær að nýr rannsóknarhópur, sem telur 26 sérfræðinga, muni hefja nýja rannsókn á málinu. Hópurinn hefur fengið heitið Sago. Hann á að rannsaka hvort veiran hafi borist úr dýrum í fólk á einum eða fleiri matvælamörkuðum í Wuhan en einnig hafa komið fram kenningar um að veiran hafi fyrir slysni sloppið út frá rannsóknarstofu.

Mike Ryan, yfirmaður neyðarmála hjá WHO, segir að nýi hópurinn sé hugsanlega síðasti möguleikinn til að komast að því hver upptök kórónuveirunnar eru. „Við viljum gjarnan stíga eitt skref aftur á bak og búa til umhverfi þar sem við getum aftur skoðað þetta út frá vísindalegu sjónarhorni. Þetta er besta tækifæri  okkar og hugsanlega það síðasta til að öðlast skilning á hvernig veiran kom fram á sjónarsviðið,“ sagði hann í gær.

Tæp tvö ár eru liðin síðan kórónuveiran kom fram á sjónarsviðið í Wuhan en enn hefur því ekki verið slegið föstu hver upptök hennar voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut