fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Sjáðu myndbandið: Villi Neto gerir grín að Squid Game leikurunum

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 12. október 2021 13:21

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þættirnir Squid Game hafa vakið gífurlega athygli á undanförnum vikum og svo virðist vera sem öll og ömmur þeirra séu búin að horfa á þættina. 

Þrátt fyrir að þættirnir fái frábæra dóma eru nokkrir hlutir sem hafa verið harðlega gagnrýndir. Má þar nefna ensku talsetningu þáttanna og þýðinguna til dæmis en þættirnir eru gerðir á kóresku.

Önnur algeng gagnrýni varðar leikarana sem tala ensku í þáttunum en vilja margir meina að leikararnir séu langt frá því að vera nógu hæfileikaríkir til að vera í svona góðum þáttum.

Starkaður Pétursson, leikaranemi og samfélagsmiðlamógúll, er einn þeirra sem gagnrýnt hefur leikarana en hann segir að um sé að ræða verstu leikara sem hann hefur séð leika í sjónvarsþáttaröð.

Grínistinn Vilhelm Neto greip gæsina og gerði grín að leikurunum sem um ræðir í myndbandi sem hann birti á Twitter-síðu sinni. Niðurstaðan er sprenghlægileg og keimlík því sem sjá mátti frá ensku leikurunum í þáttunum.

Ljóst er að eftirherma Villa er sannfærandi, að minnsta kosti finnst Starkaði það. „Hvaða grímu varst þú með í þáttunum?“ spyr hann í athugasemd við myndbandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi