fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Camilla Rut og Jón Axel takast á í beinni um unað kvenna – „Hvaða kjaftæði er þetta?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 12. október 2021 12:00

Jón Axel og Camilla Rut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og söngkonan Camilla Rut Arnardóttir mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100. Hún ræddi um málefni sem hún brennur fyrir, unað kvenna. Hins vegar voru ekki allir þáttastjórnendur sáttir með þessa umræðu og virtist Jón Axel, einn af þremur þáttastjórnendum eiga ansi erfitt með hana. Hann skildi ekkert í því af hverju Camilla og Kristín Sif, þáttastjórnandi Ísland vaknar, væru að ræða um þetta í útvarpi.

„Hvaða kjaftæði er þetta?“

„Mér er svolítið annt um þessa umræðu sem skapast í kringum unað kvenna, vegna þess að það er sorglegt hlutfall að tala um hvað eru margar konur sem sjá kynlíf sem einhvers konar skyldu eða kvöð, sérstaklega konur í langtímasamböndum. Ég væri alveg til í að opna meira á þessa umræðu,“ segir Camilla Rut

„Ég og vinkonur mínar tölum mjög mikið um þetta og leggjum mikla áherslu á þetta, sama og ég í mínu hjónabandi.“

„Hvaða kjaftæði er þetta?“ Spyr þá Jón Axel.

Kristín Sif og Camilla útskýra þá að það séu margar konur sem fá sjaldan eða fá aldrei fullnægingu í kynlífi. „Þurfið þið eitthvað að leggjast í það mál,“ spyr hann og veltir því fyrir sér hvort þetta sé ekki eitthvað sem konur eiga bara að spá í sjálfar.

„Auðvitað. Við bara erum í stöðu í samfélaginu og getum opnað á þessa umræðu og getum reynt að hvetja konur til að kynnast sjálfri sér og vita hvað þær vilja,“ segir hún og spyr svo Jón Axel: „Af hverju horfirðu svona á mig?“

Unaður kynja misjafn

Camilla segir að það sé greinilegt að Jón Axel eigi erfitt með þessa umræðu en lætur það ekkert á sig fá og heldur ótrauð áfram.

„Unaður kvenna og karla er það misjafn, það sem þarf til hjá konum er bara miklu meira,“ segir hún.

„Já hefurðu verið karl eða?“ Spyr Jón Axel.

„Nei en been there done that. Við þurfum svolítið að þekkja inn á sjálfa okkur, vita hvað við viljum og setja okkur í fyrsta sæti hjá okkur sjálfum. Ekki vera hræddar við að þekkja líkama okkar, snerta hann,“ segir hún.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Camilla Rut og Jón Axel eru ósammála. Í maí rökræddu þau um húsmæðraorlof og varð þeim ansi heitt í hamsi.

Sjá einnig: Húsmæðraorlof Camillu gerði allt vitlaust – „Veistu hvað, nú þarft þú að fara að passa þig“

Þú getur hlustað á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“