fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Kærasta Dolph Lundgren er 39 árum yngri – Svona kynntist hún leikaranum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. október 2021 20:00

Emma Krokdal og Dolph Lundgren.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Dolph Lundgren hefur verið töluvert á milli tannanna á fólki eftir að hann opinberaði samband sitt og hinnar norsku Emmu Krokdal. Ástæðan er aldur Emmu, en hún er um 40 árum yngri en hann. Emma er 24 ára og Dolph er 63 ára.

Sænski blaðamaðurinn Kjersti Flaa tók viðtal við parið fyrir stuttu og birti á YouTube.

Emma viðurkennir að hún vissi ekki hver Dolph var fyrst þegar þau hún hitti hann, en Dolph er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ivan Drago í vinsælu kvikmyndinni Rocky.

Parið. Mynd/Getty

Parið kynntist í ræktinni en Emma starfar þar sem einkaþjálfari. „Hann spurði mig hvort ég vissi um einhvern stað þar sem hann gæti stundað hnefaleika,“ segir Emma og bætir við að þetta hefði bara verið saklaust samtal. Stuttu seinna fór Dolph í ferðalag en þegar hann kom til baka fóru þau að tala saman aftur.

Samstarfsfélagi Emmu þurfti að segja henni hver Dolph væri því hún hafði ekki hugmynd. „Hann sagði mér að hann væri sænskur og hrifinn af hasar og hnefaleikum. Ég horfi hvorki á hasar- né hnefaleikamyndir þannig ég hafði ekki hugmynd um hver hann væri.“

Dolph hafði gaman af því og segir að honum hefði þótt það „krúttlegt.“

Emma er einkaþjálfari.

Skrýtið að segja dætrunum frá

Parið byrjaði saman árið 2019 en opinberaði ekki samband sitt fyrr en í janúar 2020. Þau trúlofuðust í fyrrasumar og tilkynntu það í kjölfarið á Instagram.

Dolph viðurkennir að það hefði verið frekar skrýtið að segja dætrum sínum frá Emmu, Idu Lundgren sem er 25 ára og Gretu Lundgren sem er 19 ára.

„En þeir eru báðar mjög opnar og tilfinningalega þroskaðar,“ segir hann en bætir við að Emma hefur aðeins hitt eldri dóttur hans.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Emma Krokdal (@emmakrokdal)

Emma segir að þau séu ekki mikið í kringum Hollywood vini Dolph, en hún hefur hitt Sylvester Stallone þó nokkrum sinnum.

Þú getur horft á viðtalið hér að neðan. Þau ræða samband sitt nánar og segir Dolph til að mynda að þetta sé eitt heilbrigðasta samband sem hann hefur verið í. Hann var áður í sambandi með Anette Qviberg í 18 ár og Jenny Sandersson í 9 ár. Hann átti einnig í mjög opinberu sambandi við ofurfyrirsætuna Grace Jones á níunda áratugnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu