fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Vann Meistaradeildina með Manchester United en starfar í dag við að baka pizzur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. mars 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumenn í fremstu röð moka inn milljónum í kassann í hverjum mánuði og þegar skórnir fara upp í hilluna frægu ætti svo sem enginn þeirra að vera á flæðiskeri staddur. En á þessu – eins og svo mörgu öðru – eru undantekningar.

Svíinn Jesper Blomqvist lék með Manchester United við góðan orðstír á árunum 1998 til 2001. Vann hann meðal annars Meistaradeildina með liðinu árið 1999 og ensku úrvalsdeildina það ár. Þar áður hafði hann leikið með liðum á borð við AC Milan, Parma og eftir að hann yfirgaf United lék hann um stund með Everton.

Þó Blomqvist hafi haft bærilegar tekjur upp úr krafsinu er staðan þannig í dag að hann þarf að stunda vinnu til að hafa í sig og á. Og Blomqvist, sem er orðinn 44 ára, hefur tekið ákvörðun um starfsvettvang: Hann ætlar að verða pizzabakari.

Blomqvist sagði frá þessu í viðtali við sænska blaðið Expressen þar sem hann sagðist hafa farið illa út úr fjárfestingum eftir að knattspyrnuferlinum lauk. Hann hafi verið plataður, eins og hann orðar það, og fjárfest á óskynsamlegan hátt. „Það er ekkert neyðarástand en ég get ekki lengur legið í rúminu og gert ekkert,“ segir hann.

Blomqvist hefur keypt pizzastað í Lidingö og stendur nú yfir vinna við endurbætur á staðnum. Til stendur að opna hann innan mánaðar. „Síðan ég bjó á Ítalíu hef ég alltaf haft áhuga á matargerð og nú er ég loksins búinn að finna rétta vettvanginn,“ segir hann.

Sjálfur segist Blomqvist ekki beint vera framúrskarandi pizzabakari en hann muni finna rétta fólkið í verkefnið með sér. Á meðan lærir hann réttu handtökin í eldhúsinu. „Ég er að læra. Ég get ekki lofa því að ég verði í eldhúsinu þegar mikið er að gera en það mun gerast þegar ég næ valdi á bakstrinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kompany krotar undir

Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Einn besti maður liðsins æfði ekki í dag

Áfall fyrir Liverpool – Einn besti maður liðsins æfði ekki í dag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri