fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Haukur vill að Gunnar Smári og framkvæmdastjórn Sósíalista segi af sér – „Flokkurinn gerði alvarleg mistök“

Eyjan
Sunnudaginn 26. september 2021 16:22

Haukur Arnþórsson, einn af fyrstu liðsmönnum Sósíalistaflokksins, vill að Gunnar Smári segi af sér sem formaður flokksins eftir vonbrigðin á kosninganótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur og fyrrum meðlimur í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, sendir pillu á núverandi formann flokksins, Gunnar Smára Egilsson í færslu á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins. Þar fer Haukur, sem er að eigin sögn einn af fyrstu liðsmönnum flokksins,  fram á að framkvæmdastjórn segi af sér en að lágmarki formaðurinn sjálfur.

„Síðan verði lýðræðisleg kosning í framkvæmdastjórn. Flokkurinn gerði alvarleg mistök sem kostuðu helming þeirra atkvæða sem ætluðu að kjósa okkur. Greining á mistökunum bíður,“ skrifar Haukur.

Óhætt er að fullyrða að skeyti Hauks falli í grýttan jarðveg Sósíalista sem eru að sleikja sárin eftir vonbrigðin á kosninganótt.

Sakaður um illvilja

„Einn sem beið færis, nú skal reynt að níða skó af þeim sem börðust fram á síðustu stundu. Hvað vilt þú upp á dekk Haukur Arnþórsson,“ segir einn sósíalisti. Annar segir að vissulega þurfi að meta stöðuna og leita skýringa en það lýsi illvilja að fara fram á afsögn degi eftir kosningar.

Haukur útskýrir síðan mál sitt og segir að flokkinn, með Gunnar Smára í broddi fylkingar, hafi farið að tala of mikið um byltingu og að stjórna þjóðfélaginu í stað þess að einbeita sér að fátækt sem um 50 þúsund Íslendingar búa við að mati Hauks.

Þannig hafi Flokkur Fólksins náð að „stela“ þessu stóra kosningamáli sem hafi skilað sér í stórsigri Ingu Sæland og liðsfélaga hennar.

Einhverjir sósíalistar taka undir orð Hauks um að mistök hafi verið gerð í kosningabaráttuna og vísa þar í orðræðu Gunnars Smára þar sem hann gaf í skyn að ryðja þyrfti Hæstarétt og mögulega stofna eigin fjölmiðil á kostnað þeirra sem nú eru starfandi. Slíkir öfgar hafi farið öfugt ofan í hugsanlega kjósendur.

Aðrir eru þó á því að það hafi verið stórsigur hjá Gunnari Smára að ná 5,6% fylgi í Reykjavíkurkjördæmi Norður þrátt fyrir þá herferð sem rekin var gegn honum. Kenna margir meintum áróðri Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins um.

Ljóst er að Sósíalistar eiga erfitt með að sætta við niðurstöðuna og að mögulegt uppgjör sé í vændum innan flokksins.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?