fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Afgreiðslumaður skotinn til bana – Bað viðskiptavin um að nota andlitsgrímu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 07:26

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn gekk 49 ára Þjóðverji inn á bensínstöð í IdarOberstein, sem er í vesturhluta Þýskalands, til að kaupa bjór. Hann notaði ekki andlitsgrímu eins og skylt er að gera samkvæmt sóttvarnarreglum í landinu. Þegar hann kom með bjórinn að afgreiðsluborðinu sagði tvítugur afgreiðslumaðurinn honum að það væri skylda að nota andlitsgrímu. Maðurinn yfirgaf þá bensínstöðina en kom aftur klukkustund síðar og setti aftur bjór á afgreiðsluborðið og tók grímuna niður. Afgreiðslumaðurinn benti honum aftur á að skylt væri að nota grímu. Þá dró maðurinn upp byssu og skaut afgreiðslumanninn í höfuðið.

Maðurinn var handtekinn í gær. Hann viðurkenndi að hafa skotið afgreiðslumanninn til bana. Kai Fuhrmann, saksóknari, segir að maðurinn hafi reiðst mjög þegar afgreiðslumaðurinn neitaði að selja honum bjór því hann væri ekki með andlitsgrímu.

Í yfirheyrslu hjá lögreglunni sagði maðurinn að „byrðar heimsfaraldursins, hefðu valdið því að hann skaut afgreiðslumanninn. Hann sagðist hafa talið sig vera undir miklum þrýstingi og hafi ekki séð neina aðra leið en að sýna ákveðið fordæmi með því að skjót afgreiðslumanninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Í gær

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru