fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Spænski boltinn: Araujo bjargaði stigi fyrir Barcelona

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 20. september 2021 21:09

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Granada í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Granada hafði ekki unnið leik á tímabilinu og var í 17. sæti með tvö stig fyrir leikinn í kvöld en komst í forystu á 2. mínútu þegar að Dominic Duarte skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Sergio Escudero.

Börsungum gekk illa að skapa sér færi í leiknum og áttu 40 fyrirgjafir áður en þeim tókst að jafna metin.

Miðvörðurinn ungi, Ronald Araujo, sem var kominn í sóknina undir lok leiks skoraði jöfnunarmark heimamanna á 90. mínútu eftir sendingu frá Gerard Pique.

Lengra komst Barcelona ekki en liðið er í 7. sæti með 8 stig eftir 4 leiki. Granada er með 3 stig eftir 5 leiki.

Barcelona 1 – 1 Granada
0-1 Dominic Duarte (’2)
1-1 Ronald Araujo (’90)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“