fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Störf í boði og haugur af störfum gætu losnað á næstu dögum – Þessir eru orðaðir við stöðurnar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. september 2021 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Gróa á leiti hefur rétt fyrir sér verða sögulega margar breytingar á þjálfurum í efstu tveimur deildum karla í knattspyrnu. Boltinn er byrjaður að rúlla í Lengjudeildinni enda úrslit ráðin þar.

Uppfært 09:33:
Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari Vals

Fimm félög í Lengjudeildinni leita sér að nýjum þjálfara og með því gætu aðrir stólar losnað. Í efstu deild karla eru einnig miklar líkur á breytingum.

Allt að fimm félög í efstu deild karla huga að breytingum og með því gætu aðrir stólar losnað í kjölfarið. Þannig gæti Valur mögulega reynt að ráða Arnar Gunnlaugsson eða Grétarsson til starfa, ákveði félagið að slíta samstarfinu við Heimi Guðjónsson.

Yfirferð um stólana sem hafa nú þegar losnað og gætu losnað er hér að neðan. Tekið er svo saman hverjir eru orðaðir við störfin þessa dagana.

Valur
Sá möguleiki er fyrir hendi að Valur segir upp samstarfi sínu við Heimi Guðjónsson eftir slakan árangur síðustu vikna.

Þessir eru orðaðir við stöðuna.
Arnar Grétarsson
Arnar Gunnlaugsson
Heimir Hallgrímsson
Barry Smith

FH:
Samingur Ólafs Jóhannessonar er aðeins út þessa leiktíð og óvíst er hvaða stefnu stjórn félagsins vill fara.

Þessir eru orðaðir við stöðuna:
Heimir Guðjónsson
Arnar Gunnlaugsson

Heimir Guðjónsson.

Stjarnan:
Stuðningsmenn Stjörnunnar telja að Þorvaldur Örlygsson verði ekki áfram með liðið, Stjarnan vill byggja upp og eru margir orðaðir við stöðuna:

Þessir eru orðaðir við stöðuna:
Arnar Grétarsson
Ólafur Kristjánsson
Jón Þór Hauksson
Sigurður Heiðar Höskuldsson

Arnar Grétarsson.

HK:
Ljóst er að sama hvort HK falli eða haldi sér uppi að þá gætu breytingar átt sér stað í Kórnum, eitt best mannaða lið í sögu HK og væntingarnar voru miklar.

Þessir eru orðaðir við stöðuna:
Rúnar Páll Sigmundsson
Ólafur Kristjánsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Jón Þór Hauksson

Fylkir:
Rúnar Páll Sigmundsson samdi aðeins út þessa leiktíð og framtíð hans ræðst mikið til af því hvort Fylkir falli eða ekki.

Þessir eru orðaðir við stöðuna:
Helgi Sigurðsson
Jón Þór Hauksson

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

ÍBV:
Helgi Sigurðsson sagði upp störfum eftir að hafa komið ÍBV aftur upp í efstu deild karla. Margir eru nefnir til sögunnar sem arftaki hans.

Þessir eru orðaðir við stöðuna:
Ágúst Gylfason
Magnús Már Einarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Jón Þór Hauksson
Hermann Hreiðarsson

Fjölnir:
Ásmundur Arnarsson og Fjölnir komust að samkomulagi um að enda samstarfið en Ásmundur er að taka við kvennaliði Breiðabliks samkvæmt fréttum.

Þessir eru orðaðir við stöðuna:
Ágúst Gylfason
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Sigurðsson

Magnús Már lengst til hægri.
Mynd: Raggi Óla

Grótta:
Ágúst Gylfason lætur af störfum eftir tímabilið eftir tvö fín ár í starfi.

Þessir eru orðaðir við stöðuna:
Eiður Benedikt Eiríksson

Grindavík:
Sigurbjörn Hreiðarsson hættir eftir erfitt sumar í Grindavík, draumurinn er að komast aftur upp í efstu deild.

Þessir eru orðaðir við stöðuna:
Alfreð Elías Jóhansson
Ejub Purisevic

Þór Akureyri:
Orri Freyr Hjaltalín var rekinn úr starfi eftir erfitt tímabil og leita Þórsarar að nýjum manni í brúnna.

Þessir eru orðaðir við stöðuna:
Srdjan Tufegdzic
Magnús Már Einarsson
Jón Þór Hauksson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“