fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Lést eftir að hafa beðið eftir sjúkrabíl í 40 klukkustundir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. september 2021 06:59

Breskir sjúkraflutningamenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar er mikið álag á heilbrigðiskerfið í Skotlandi, þar á meðal sjúkraflutninga. Nýlega lést 65 ára eftirlaunaþegi eftir að hafa beðið eftir sjúkrabíl í 40 klukkustundir. Dagblaðið The Herald segir að hægt hefði verið að bjarga lífi mannsins ef sjúkrabíllinn hefði komið fyrr. Læknir hans hafði gert neyðarvörðum, sem svara símtölum á því svæði sem maðurinn bjó á, viðvart um að heilsufar hans væri krítískt.

Skoska sjúkrabílaþjónustan segist ætla að setja sig í samband við fjölskyldu mannsins og biðjast afsökunar á hversu langan tíma það tók að senda sjúkrabíl til mannsins.

En þetta mál er ekki einstakt því í bænum Kilwinning þurfti maður einn að fara þrisvar sinnum á sjúkrahús á einni viku vegna nýrnavandamála. Lengst þurfti hann að bíða í 23 klukkustundir eftir sjúkrabíl og í annað skipti kom hann ekki fyrr en eftir 11 klukkustundir. „Það vantar útlim á manninn minn og ég ætlaði að taka hann með í bílnum okkar en læknirinn réði okkur frá því, sagði að það þyrfti að flytja hann með sjúkrabíl því heilsa mannsins míns gæti skyndilega versnað. Á ákveðnum tímapunkti þraut heppni okkar,“ sagð eiginkonan, Evelyn, í samtali við BBC.

Hún sagði að þegar hún og maðurinn komu á sjúkrahús í sjúkrabíl í eitt sinn hafi níu sjúkrabílar beðið í röð eftir að komast að til að skila sjúklingum af sér.

Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði í samtali við BBC að um allan heim glími ríkisstjórnir við blöndu margra kórónuveirutilfella og mikils álags á sjúkrahúsin. Hún sagði að skoska ríkisstjórnin muni reyna að finna lausn á málunum og horfi meðal annars til þess að fá aðstoð frá hernum við sjúkraflutninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir