fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Myndband – Áhrifavaldamóðir lét grátandi son sinn stilla sér upp fyrir mynd

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. september 2021 11:27

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir hefur verið kölluð „ógeðsleg“ og sökuð um að nota son sinn til að auka vinsældir sínar á samfélagsmiðlum.

Jordan Cheyenne er vinsæll áhrifavaldur á YouTube. Hún lokaði nýverið YouTube-rás sinni og Instagram-reikning sínum í kjölfar gagnrýni fyrir að láta níu ára son sinn stilla sér upp fyrir mynd á meðan hann grét.

Gleymdi að klippa myndbandið

Jordan býr í Kaliforníu ásamt fjölskyldu sinni. Hún hafði eignast um 500 þúsund fylgjendur á undanförnum átta árum. Hún leyfði áhorfendum að fylgjast með daglegu lífi sínu sem einstæðrar móður. En nú sætir hún harðri gagnrýni.

Nýjasta myndbandið  ber titilinn „We are hearbroken.“ Jordan virðist hafa gleymt að klippa það til og birti hluta sem átti ekki að fara í loftið. Hegðun Jordan hefur verið kölluð „virkilega ógeðsleg“.

Í myndbandinu voru Jordan og sonur hennar Christian að útskýra hvernig hvolpur fjölskyldunnar hefði verið greindur með parvóveiru (CPV). Parvo hjá hundum er mjög smitandi og hugsanlega banvænn veirusjúkdómur.

Jordan gleymdi að klippa síðasta bút myndbandsins út og afhjúpaði sjálfa sig í leiðinni. Eftir að myndbandið er „búið“, en myndavélin enn í gangi, setur Jordan handlegginn utan um son sinn og sagði honum að koma nær sér o og sagði „láttu eins og þú sért að gráta“. Hann svaraði móður sinni: „Mamma, ég ER að gráta!“

Hún hreytir þá út úr sér: „Komdu nær!“ og segir honum hvar hann á að hafa hendurnar og hvernig hann á að stilla sér upp fyrir forsíðumynd (e. thumbnail) myndbandsins.

Áhorfendur voru fljótir að bregðast við og gagnrýndu Jordan harðlega. Þeim hreinlega hryllti við hegðun hennar. Hún eyddi myndbandinu í kjölfarið og hlóð því upp aftur á YouTube, þá búin að klippa út umræddan hluta. Hins vegar fór upprunalega myndbandið á dreifingu á Twitter.

Það er óhætt að segja að myndbandið og hegðun Jordan hefur vakið gríðarlega athygli, svo mikla að hún hefur lokað YouTube og Instagram síðum sínum. Margir fjölmiðlar vestanhafs greina einnig frá málinu og hafa aðrar YouTube-stjörnur einnig vakið athygli á þessu og fordæmt hegðun hennar.

Baðst afsökunar

Jordan birti myndband þar sem hún baðst afsökunar, en eyddi því. Insider greinir frá.

Í því myndbandi sagðist hún hafa orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum með sjálfa sig þegar hún horfði á upprunalega myndbandið.

„Ég vil láta ykkur vita að mér býður við mér sjálfri fyrir að hafa stillt mér upp fyrir forsíðumynd myndbandsins,“ sagði Jordan.

Hún sagðist átta sig á að hún þurfi að vera meira í „núinu“ og „ekki einu sinni hugsa um eitthvað svona þegar svona hlutir eru að gerast í lífi mínu.“

Jordan birti einnig myndir af sér grátandi á Instagram og sagðist hafa fengið morðhótanir og einkaskilaboð um son hennar sem „fara gjörsamlega yfir strikið“.

Það endaði með því að Jordan lokaði bæði YouTube og Instagram síðum sínum.

Daily Dot hafði samband við Jordan sem sagðist hafa lokað síðunum til að vernda heilsu og andlega líðan sonar síns.

„Mér býður við því sem ég gerði og ég hef enga afsökun. Þetta er hræðilegt. Ég elska son minn meira en allt og ég mun sjá eftir þessu augnabliki að eilífu. Ég ætla ekki í nein viðtöl eða eyða mörgum klukkutímum í að svara gagnrýni, það rétta í stöðunni er að fara alveg „offline“ og setja fjölskylduna í forgang,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“