fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Danir selja Nýsjálendingum 500.000 skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. september 2021 08:00

Bóluefni gegn kórónuveirunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danir hafa náð athyglisverðum árangri í baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar og mánuðum saman hefur þeim tekist að halda faraldrinum niðri. Tíðni smita sveiflast lítið og álagið á heilbrigðiskerfið er lítið. Vel hefur gengið að bólusetja þjóðina en rúmlega 73% hafa lokið bólusetningu.

Danir eiga meira en nóg af bóluefnum til að fullnægja eigin þörf og því hafa þeir gert samning við Nýja-Sjáland um sölu á 500.000 skömmtum af bóluefni Pfizer/BioNTech þangað. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Það voru nýsjálensk yfirvöld sem leituðu til Dana og föluðust eftir kaupum á bóluefnum.

„Við höfum frá upphafi veðjað á að kaupa mikið af bóluefnum fyrir dönsku þjóðina og í dag eigum við svo mikið af mRNA-bóluefnum að við höfum ekki þörf fyrir þau öll og það þrátt fyrir að við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gefa fólki þriðja skammtinn,“ er haft eftir Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, í fréttatilkynningunni.

Nýsjálendingar hafa einnig keypt bóluefni af Spánverjum.

Reiknað er með að bóluefnin verði send til Nýja-Sjálands í dag og á miðvikudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau