fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Helga Vala mætti ofbeldismanni sínum 24 árum seinna – „Ég lít upp og þá er það maðurinn sem barði mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. september 2021 13:00

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er nýjasti gestur Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur.

Í þættinum ræða þær meðal annars um stöðu þolenda í réttarkerfinu og langtímaáhrif ofbeldis. Helga Vala bendir á að stundum verða þolendur ekki varir við andleg áhrif ofbeldisins fyrr en einhverjum árum seinna þegar eitthvað „triggerar“ þá.

Helga Vala talar af reynslu og opnar sig um ofbeldi sem hún varð fyrir sautján ára gömul. Þá var ráðist á hana í miðbæ Reykjavíkur.

„Ég var barin mjög illa. Ég hélt einhvern veginn að þetta væri bara frá. Það var svona um 24 árum seinna sem ég er að labba úr vinnu, lögmannsstofunni á Austurstræti, stend og er að fara að taka strætó á Lækjargötu. Ég er eitthvað í símanum en svo finn ég að það er einhver fyrir framan mig. Ég lít upp og þá er það maðurinn sem barði mig,“ segir Helga Vala og heldur áfram:

„Hann er bara orðinn gamall maður, ég hefði getað hrint honum. Mér stafaði engin ógn af honum þannig, ég var miklu sterkari en hann. En ég algjörlega lamast. Ég kem mér út úr strætóskýlinu […] og hringi í manninn minn og algjörlega krassa. Ég hryn niður. Ég var svo rosalega hrædd við hann, það bara triggeraðist allt aftur. Þarna var ég rúmlega fertug þegar ég lendi í þessu. Allt í einu bara,“ segir Helga Vala.

Reyndi að kæra

Helga Vala segist hafa reynt að kæra á sínum tíma. Hún var með glóðaraugu og nefbrotin en segir að ástæðan fyrir því að kæran hefði ekki verið tekin lengra hefði verið súa að „[árásarmaðurinn] var ekki heill.“

Hún segir einnig að viðmótið sem hún fékk frá lögreglu við skýrslutöku hefði verið leiðinlegt og það hafi örugglega blundað í henni þegar hún ákvað að læra lögfræði rúmlega þrítug. Eftir að hún útskrifaðist sem lögfræðingur starfaði hún í árabil sem réttargæslumaður brotaþola.

Þú getur horft á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“