fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Systkini á öndverðum meiði – „Í fjölskylduboðum sýnum við öðrum þá virðingu að ræða frekar um veðrið“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 16:30

Systkinin Hanna Björg og Páll Vilhjálmsbörn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að íslenskt samfélag hafi nötrað undanfarna daga út af hneykslismálum innan KSÍ sem snúast um yfirhylmingu kynferðisbrota. Sú sem opnaði rækilega á málið er kynjafræðingurinn Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem skrifaði harðorða grein um málið sem vakti gríðarlega athygli og setti hneykslismálið í ákveðið ferli sem endaði með því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ sagði af sér, og skömmu síðar einnig stjórn sambandsins.

DV tók í byrjun vikunnar saman nærmynd af ferli Hönnu Bjargar sem er frumkvöðull í kynjafræðslukennslu á Íslandi og hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar í fjölmörgum femínskum baráttumálum.

Athygli vekur að albróðir Hönnu Bjargar er annar baráttumaður, Páll Vilhjálmsson, sem vekur reglulega umtal fyrir afdráttarlaus skrif sín á bloggsíðu sinni. Skrif hans hafa áhrif því reglulega er vitnað til þeirra í Staksteinum Morgunblaðsins.

Í stuttu samtali við DV tekur Páll heilshugar undir að vandfundnari eru systkini sem eru á jafn öndverðum meiði í samfélagsumræðunni og hann og systir hans, Hanna Björg.

„Mér þykir mjög vænt um systur mína Hönnu og við höfum lært það í gegnum tíðina að vera sammála um að vera ósammála um suma hluti í lífinu,“ segir Páll. Það var þó kannski ekki alltaf raunin og þurftu foreldrar þeirra stundum að stilla til friðar þegar systkinin tókust á.

Páll er þremur árum eldri en systir sín og að hans sögn gangi þeim í dag vel að halda samskiptunum góðum þrátt fyrir öndverðar skoðanir. „Í fjölskylduboðum sýnum við öðrum þá virðingu að ræða frekar um veðrið en samfélagsmál,“ segir Páll kíminn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“