fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Harðgiftur Þórhallur og nýja kærastan vinsæl hjá tyrknesku pressunni – „Hey, sálufélagi“

Fókus
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 20:30

Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson Mynd/Valli - Af Instagramsíðu Þórhalls

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert lát er á umfjöllun tyrkneskra fjölmiðla um samband íslenska auglýsingaleikstjórans Þórhalls Sævarssonar og tyrknesku fyrirsætunnar Dilan Çiçek Deniz.

Fyrr í dag fjölluðu miðlarnir  Sabah Günaydin  og Hürriyet Kelebek til að mynda um að Þórhallur hafi kallað Deniz sálufélaga sinn á Instagram þar sem hann deilir myndum af þeim saman og skrifar:  „Hey,soulmate“ sem á íslensku útleggst sem „Hey, sálufélagi“.

Tyrkneskir fjölmiðlar elta parið á röndum og hér má sjá nokkurra daga gamalt myndband þar sem hópur blaðamanna situr situr um Deniz þar sem hún kemur út úr bíl og sest síðan að snæðingi á veitingastað með Þórhalli.

DV sagði frá því í júlí að tyrkneskir fjölmiðlar loguðu út af þessu nýja pari, og ennfremur að með því að opinbera þetta nýja samband væri ljóst að Deniz og glaumgosinn Alihan Aloğlu væru ekki lengur par.

Tíu ára brúðkaupsafmæli

Þrátt fyrir mikla umfjöllun í tyrknesku pressunni hefur þess hins vegar hvergi verið getið að Þórhallur er giftur maður og hefur verið undanfarin tíu ár.

Þórhallur er giftur Berglindi Óskarsdóttur, fata- og fylgihlutahönnuði, og hafa þau síðustu sex ár búið saman í Mílanó á Ítalíu ásamt börnum sínum þremur sem eru á aldrinum sex til þrettán ára. Þá áttu þau tíu ára brúðkaupsafmæli nú í ágúst og höfðu boðið fjölda fólks að fagna þeim áfanga með sér, áður en Þórhallur hóf samband við Deniz.

Berglind vildi ekki tjá sig um málið við DV en samkvæmt öruggum heimildum hafa síðustu vikur reynst henni og börnunum afar erfiðar.

Kynntust við tökur á Magnum auglýsingu

Þórhallur, 42 ára, sem á alþjóðlegum vettvangi gengur undir nafninu Thor Saevarsson,  hefur um árabil verið búsettur erlendis vegna vinnu sinnar. Hann hefur leikstýrt auglýsingum fyrir mörg stærstu vörumerki heims en í fréttum af sambandinu við Deniz hefur komið fram að hann hafi verið með annan fótinn í Tyrklandi vegna vegna margvíslegra verkefna undanfarið.

Deniz, sem er 26 ára gömul, hefur unnið sér það til frægðar í Tyrklandi að hampa titlinum Miss Universe Tyrkland árið 2014 og hefur síðan hefur hún átt velgengni að fagna sem fyrirsæta í auglýsingum sem og leikkona í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

Þórhallur og Deniz kynntust við upptökur á auglýsingu fyrir Magnum íspinna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“