fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Telja hryðjuverk öfgasinna yfirvofandi í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 07:00

Stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið 6. janúar 2021. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa miklar áhyggjur af harðri orðræðu öfgasinna á netinu. Homeland Security segir að orðræðan hafi nú náð sama stigi og fyrir árás stuðningsmanna Donald Trump, þáverandi forseta, á þinghúsið í Washington þann 6. janúar.

John Cohen, yfirmaður hjá Homeland Security, sagði nýlega í viðtali við CNN að ekki sé útilokað að einhverra þeirra hvatninga sem eru settar fram á Internetinu um ofbeldisverk verði að veruleika.

Homeland Security sendi á föstudaginn frá sér aðvörun um að öfgasinnar muni hugsanlega notfæra sér gildandi sóttvarnaaðgerðir til að fremja hryðjuverk í Bandaríkjunum. Segir í aðvöruninni að stress í tengslum við heimsfaraldurinn  hafi orsakað aukinn þrýsting og spennu sem hafi skilað sér í fleiri áætlunum frá ofbeldissinnuðum öfgasinnum og það geti haft meira ofbeldi í för með sér á árinu.

Í samtali við CNN sagði Cohen að það væri orðanotkun á borð við „að taka gálgann fram“ og „við neyðumst til að taka málin í eigin hendur“ sem sjáist í vaxandi mæli hjá hópum öfgasinna á Internetinu. Þetta sé svipuð þróun og staða og fyrir árásina á þinghúsið. „Þetta minnir á það sem við sáum fyrir 6. janúar,“ sagði Cohen og bætti við að ekki liggi fyrir upplýsingar um ákveðin skotmörk öfgasinna eða dagsetningar hugsanlegra hryðjuverka.

Hann sagði einnig að þeir sem tóku þátt í árásinni á þinghúsið hafi ekki enn sætt sig við niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember. Meðal þeirra gangi samsæriskenningar um að Donald Trump verði settur aftur í embætti nú í ágúst. Ef það gerist ekki muni það hafa alvarlegar afleiðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu