fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Pressan

Vinir Trump töpuðu fyrir dómi – Fá máli ekki vísað frá

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 20:30

Rudy Giuliani. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír vinir Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, töpuðu á þriðjudaginn frávísunarmáli gegn fyrirtækinu Dominion. Fyrirtækið hefur höfðað mál á hendur þremenningunum fyrir meiðyrði í kjölfar forsetakosninganna í nóvember en þá sögðu þeir að fyrirtækið hefði tekið þátt í kosningasvindli og hafi hagrætt talningu atkvæða Joe Biden í hag.

Þremenningarnir eru Rudy GiulianiSidney Powell og Mike LindellDominion framleiðir vélar sem eru notaðar við atkvæðagreiðslu í kosningum í Bandaríkjunum.

Carl Nichols, dómari í Washington D.C., úrskurðaði á miðvikudaginn að málinu skyldi haldið áfram og vísaði þar með frávísunarkröfu þremenningana frá. Hann sagði að þeir gætu ekki skýlt sér á bak við tjáningarfrelsi. Hann vísaði einnig kröfu Rudy Giuliani frá um að málarekstrinum skyldi hætt vegna þess að skaðabótakrafan væri ekki nægilega nákvæm.

Talsmaður Dominion sagði að fyrirtækið fagni því að málinu verði haldið áfram og að þremenningarnir svari fyrir orð sín. Dominion krefst sem svarar til um 162 milljarða íslenskra króna í bætur frá þremenningunum. Fyrirtækið kærði á þriðjudaginn tvo íhaldssama fréttamiðla fyrir svipuð ummæli og þremenningarnir létu falla en þeir tóku allir undir staðlausar fullyrðingar Trump um að Joe Biden gæti ekki hafa sigrað í kosningunum án þess að fá hjálp frá kosningavélum Dominion.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofsahræðsla greip um sig eftir stórfurðulega hegðun flugfarþega

Ofsahræðsla greip um sig eftir stórfurðulega hegðun flugfarþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðmálið sem heltók Robert Redford og fjölskyldu hans er enn óleyst

Morðmálið sem heltók Robert Redford og fjölskyldu hans er enn óleyst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðalag til Ítalíu breyttist í martröð fyrir grunlausan ferðamann

Ferðalag til Ítalíu breyttist í martröð fyrir grunlausan ferðamann