fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Fara aftur í gegnum skjöl um hryðjuverkaárásirnar 11. september – Ættingjar vilja aflétta leynd

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 07:00

Hryðjuverkin 11. september 2001.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að láta fara yfir skjöl varðandi hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 á nýjan leik til að kanna hvort hægt sé að aflétta leynd af þeim. Þetta er gert eftir að fjölskyldur þeirra sem létust í árásunum báðu Joe Biden, forseta, um að sleppa því að mæta á minningarathöfn um árásirnar og fórnarlömbin nema hann aflétti leynd af skjölum sem ættingjarnir telja að sýni tengsl sádi-arabískra leiðtoga við árásirnar.

Í yfirlýsingu frá Biden segir meðal annars: „Stjórn mín er staðráðin í að tryggja eins mikið gagnsæi og hægt er samkvæmt lögum. Ég fagna ákvörðun dómsmálaráðuneytisins í dag þar sem ákveðið er að fara í gegnum skjöl, sem áður hafði verið ákveðið að væru leynileg, og að það verði gert eins fljótt og unnt er.“

Ættingjar hinna látnu hvöttu Biden til að mæta ekki á minningarathöfn um þá tæplega 3.000 sem létust í árásunum á New York og Washington í bréfi sem þeir birtu á föstudaginn.

Sádí-arabískir ráðamenn hafa neitað því að ráðamenn hafi átt hlut að máli varðandi árásirnar en því hefur lengi verið haldið fram að þeir hafi komið að málum.

Audrey Strauss, saksóknari á Manhatta, sagði í gær að alríkislögreglan FBI hafi ákveðið að endurskoða fyrri ákvarðanir um af hverju megi ekki opinbera sumar þeirra upplýsinga sem ættingjar hinna látnu hafa farið fram á að fá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar