fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Edda Falak lætur Gillz heyra það fyrir fitufordóma gegn Sveppa – „Það yrði allt brjálað“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 15:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Einarsson, sem einnig er þekktur sem Gillz, er þessa stundina staddur í bænum Locarno í Sviss. Þar fer fram kvikmyndahátíðin Locarno International Film Festival en íslenska kvikmyndin Leynilögga verður frumsýnd þar. Egill er einn af leikurum myndarinnar.

Sverrir Sverrisson, eða Sveppi eins og hann er gjarnan kallaður, er einnig að leika í myndinni og er því líka í Sviss. Þeir félagar skemmtu sér saman í gær, fóru meðal annars á bát saman og út að borða.

Egill tók upp myndband á veitingastaðnum sem hefur farið öfugt ofan í marga. Í myndbandinu spyr Egill þjóninn hvort það sé í lagi að Sveppi sitji með þeim á staðnum. „Er í lagi að þessi feiti sé hérna? Er það í lagi?“ spyr Egill á ensku og þjónninn hlær og svarar játandi. „Viltu láta hann fara eða er þetta í lagi?“ spyr Egill svo og þjónninn segir að það sé í lagi.

„Það yrði allt brjálað“

Edda Falak, þjálfari, áhrifavaldur og hlaðvarpsstjórnandi, gagnrýnir Egil harkalega fyrir myndbandið og segir að í því sé hann að gerast sekur um fitufordóma. „Settu einhvern annan jaðarhóp inn í þetta grín, „is it okei that the black one is here“ það yrði allt brjálað. En af því að hann er að tala um feita að þá fær þetta að slide-a???“ segir Edda í færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni.

Fjölmargir taka undir með Eddu í athugasemdunum við færslu hennar. „Að opinbera fitufordoma sína í skjóli „gríns“ er svo fokking úrelt. Do better. Ekki í lagi,“ segir til að mynda aktívistinn Tanja Ísfjörð. „En ég meina… þetta er gillz erum við hissa?“ segir svo netverji nokkur.

„Þessi vinahopur sem þessir tveir tilheyra virðist hafa staðnað í þroska í kringum árið 2000…sem er alveg pínu slæmt afþví allt of margir unglingar, aðallega strákar líta upp til þeirra!“ segir svo annar netverji.

Gagnrýnin gagnrýnd

Líkt og myndbandið fór öfugt í marga þá fór gagnrýnin á það líka öfugt í marga, þó ekki sömu aðilanna. Margir hneykslast á Eddu fyrir að gagnrýna Egil. „Hann er aðeins að gera grín í vini sínum. Hvað í andskotanum er að því ef Sveppa er sama?“ segir til að mynda maður nokkur. „Hahahah djöfull vælirðu,“ segir annar.

„Jeez luisez … kunniði ekki að lesa í aðstæður … vinir eru og verða vinir. Það eru ekki allir með fordóma þótt þið sjáið fordóma í öllu,“ segir svo enn annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“