fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Er Bárðarbunga í goshugleiðingum? Tveir möguleikar í stöðunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 05:58

Bárðarbunga. Mynd:Fréttablaðið/Magnús Tumi Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrrakvöld urðu tveir jarðskjálftar, 3,9 og 4,5 stig að mati Veðurstofunnar en 4,3 og 4,8 stig að mati bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS, í Bárðarbungu. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, segir að skjálftarnir séu framhald af atburðarás sem hófst 2015.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Páli að dregið hafi úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu þegar Holuhraunsgosinu lauk í febrúar 2015. Hún hafi síðan aukist árin á eftir en heldur hafi dregið úr henni á síðasta ári.

Morgunblaðið hefur eftir honum að líklega hafi landris valdið skjálftunum, GPS-mælingar sýni að Bárðarbunga hafi verið að þenjast út. „Það eru tvær hugmyndir á lofti um hvað valdi því. Annars vegar að þar sé kvikusöfnun og að Bárðarbunga sé að búa sig undir næsta gos. Hin er að hún sé að jafna sig eftir átökin í eldgosinu. Þrýstingurinn hafi lækkað svo mikið að nú dragi hún að sér kviku. Það er ekki beinlínis auðvelt að gera upp á milli þessara tveggja kenninga,“ sagði hann.

Hann sagði að ef gos sé í undirbúningi þá séu skjálftarnir merki um það. „En það er ekkert að fara að gjósa á morgun eða hinn,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“