Manchester United mætti Brentford í æfingaleik í dag. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Elanga kom United yfir snemma leiks en Baptiste jafnaði leikinn stuttu síðar.
Andreas Pereira kom Manchester United aftur yfir í byrjun seinni hálfleiks með stórkostlegu marki. Stuðningsmenn United og fótboltaaðdáendur keppast nú við að hrósa leikmanninum fyrir markið og hafa líkt honum við Paul Scholes sem er goðsögn hjá félaginu. Markið má sjá hér að neðan.