fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Pressan

Nýtt stefnumótaapp á markaðinn í Íran

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. júlí 2021 07:30

Írönskum konum er gert að hylja hár sitt á almannafæri. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írönsk yfirvöld hafa sett nýtt stefnumótaapp á markaðinn en því er ætlað að hjálpa fólki, sem er ekki hrifið af því að foreldrar þess ákveði ráðahag þess, við að finna sér maka.

Íranska fréttastofan Fars skýrir frá þessu. Í Íran eru möguleikar ógifts fólks af báðum kynjum til að komast í samband við hvert annað ekki eins og í flestum öðrum löndum. Ástæðan er hin ströngu íslömsku lög sem gilda í landinu.

En tíðarandinn hefur breyst í landinu og margt ungt fólk hefur ekki áhuga á að ganga í hjónaband sem foreldrar þeirra og fjölskylda hafa skipulagt og vill ráða því sjálft hverjum eða hverri það gengur í hjónaband með.

Appið heitir Hamdam (sem þýðir maki) og í því er ungu einhleypu fólki gefin góð ráð í makaleitinni og notendurnir geta tekið sálfræðipróf sem appið notar síðan til að koma með tillögur um hverjir passa saman.

Það er ekki af góðmennsku einni saman  sem klerkastjórnin heimilar að appið sé sett á markað. Það eru áhyggjur af fæðingartíðninni sem eru drifkrafturinn en fæðingartíðnin hefur lækkað um 25% á síðustu fjórum árum og nú eignast hver írönsk kona 1,7 börn að meðaltali. Þetta hefur vakið áhyggjur um að eftir um 20 ár verði þjóðin ein sú elsta í heimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjokk í Frakklandi – Áhrifavaldur lést í beinni útsendingu

Sjokk í Frakklandi – Áhrifavaldur lést í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Coldplay tjáir sig eftir hneykslið – „Við höldum þessu áfram“

Coldplay tjáir sig eftir hneykslið – „Við höldum þessu áfram“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Alaskabúi fékk ótrúlega gjöf frá Pútín

Alaskabúi fékk ótrúlega gjöf frá Pútín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea hækkar í hátalaradeilunni

Norður-Kórea hækkar í hátalaradeilunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heitustu nætur sögunnar í Miðausturlöndum

Heitustu nætur sögunnar í Miðausturlöndum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Not bloody likely” sagði prinsessan á sínum tíma – Fagnaði 75 ára afmæli á föstudaginn

„Not bloody likely” sagði prinsessan á sínum tíma – Fagnaði 75 ára afmæli á föstudaginn