fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

1.300 manns saknað á flóðasvæðunum í Þýskalandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 05:33

Frá hamfarasvæðinu í Schuld í Þýskalandi síðasta sumar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er vitað um afdrif um 1.300 manns á flóðasvæðunum í Bad Neuenahr-Ahrweiler í Þýskalandi. Staðfest hefur verið að 59 hafi látist í óveðrinu í Þýskalandi og 9 í Belgíu. Mikil úrkoma hefur einnig verið í Lúxemborg og Hollandi en ekki hafa borist fregnir af manntjóni þar. Lögreglan varar fólk við að fara inn á flóðasvæðin í vesturhluta Þýskalands.

Bild segir að ekki sé vitað um afdrif 1.300 manns í Bad Neuenahr-Ahrweiler. Um 130.000 manns búa í héraðinu sem er í norðurhluta Rheinland-Pfalz. 3.500 manns hefur verið komið fyrir í móttökumiðstöðvum sem hafa verið settar upp vegna hamfaranna. Farsímakerfið í héraðinu er óvirkt og segja yfirvöld að því sé ekki hægt að ná sambandi við marga. Talsmaður yfirvalda sagðist vonast til að fljótlega verði hægt að fá upplýsingar um afdrif þeirra 1.300 sem saknað er. Yfirvöld staðfestu í gærkvöldi að fleiri lík hefðu fundist en gáfu ekki upp fjölda. Welt segir að í Arweiler hafi níu manns látist í svefnaðstöðu heimilis fyrir þroskaheft fólk.

Rúmlega eitt þúsund björgunarmenn, þar á meðal lögreglumenn, slökkviliðsmenn og hermenn, hafa verið sendir til björgunarstarfa í héraðinu. Í gærkvöldi voru rúmlega 1.000 björgunarverkefni í gangi að sögn yfirvalda.

Unnið er að því að koma rafmagni á sem og símasambandi og að tryggja aðgengi fólks að drykkjarvatni.

Lögreglan í Koblenz varar fólk við að fara til hamfarasvæðanna til að leita að ættingjum eða sækja eigur sínar. Með því stefni það sjálfu sér í hættu og hindri hugsanlega björgunarstörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar