fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Fyrirsætan hrapaði til bana – Hvað gerðist í íbúðinni?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 05:55

Nayara Vit. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku hrapaði Nayara Vit, 33 ára fyrirsæta, til bana fram af svölum á tólftu hæð íbúðar sinnar og eiginmannsins í Santiago í Chile. Eiginmaður hennar Rodrigo Del Valle Mijac, segir að um sjálfsvíg hafi verið að ræða en fjölskylda Vit er ekki sannfærð.

Mijac segir að Vit hafi hlaupið út á svalirnar og stokkið fram af þeim. En þessa sögu kaupir fjölskylda hennar ekki og óttast að Mijac hafi hrint henni fram af þeim. The Sun skýrir frá þessu.

Fram kemur að Mijac segist hafa verið í stofunni þegar Vit hafi komið hlaupandi út úr svefnherberginu rakleiðis út á svalir. Þar hafi hún stokkið yfir handriðið og út í opinn dauðann.

Nayara Vit. Mynd:Instagram

Fjölskylda Vit hefur grátbeðið lögregluna um að rannsaka málið ítarlega því útilokað sé að Vit hafi fyrirfarið sér. Þetta byggir fjölskyldan meðal annars á frásögn fjögurra ára dóttur hennar sem heyrði móður sína öskra rétt áður en hún hrapaði fram af svölunum.

Einnig hefur komið fram að Mijac hafði samband við lögmann skömmu eftir að eiginkona hans hrapaði til bana. Þetta þykir fjölskyldunni grunsamlegt og vill að lögreglan rannsaki þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni