fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Sænska þjóðin í áfalli – „Þetta var morð“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 06:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í upphafi var ekki annað að sjá en að um hörmulegt lestarslys hefði verið að ræða en nokkrum klukkustundum kom lögreglan með tilkynningu sem var mikið áfall fyrir sænsku þjóðina. „Okkur grunar að hér hafi ekki verið um slys að ræða, okkur grunar að hér hafi tvö morð verið framin,“ sagði Robert Loeffel, talsmaður lögreglunnar, síðdegis í gær.

Það var á ellefta tímanum í gærmorgun sem íbúar í bænum Tormestorp fengu veður af að eitthvað mikið væri að. Járnbrautarlest stóð kyrr nærri bænum en venjulega ekur hún fram hjá því. Skömmu síðar barst frétt um að nokkrir hefðu orðið fyrir lest nærri bænum. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti lögreglan að einn hefði látist.

í gærkvöldi kom hún síðan með nýja tilkynningu um málið. Þá var skýrt frá því að tvö börn og fullorðinn einstaklingur hefðu látist þegar þau urðu fyrir X 2000 lestinni frá Malmö sem var á 180 km/klst þegar hún lenti á fólkinu. Lögreglan sagði jafnframt að grunur leiki á að sá fullorðni hafi valdið dauða barnanna.

Lögreglan skýrði frá því að börnin og hinn fullorðni tengdust en vildi ekki skýra nánar hvernig þeim tengslum var háttað. Út frá þeim gögnum sem liggja fyrir telur lögreglan að ekki hafi verið um slys að ræða, heldur morð af yfirlögðu ráði þar sem sá fullorðni banaði börnunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu