fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Valur átti í stormasömu sambandi við rússneska konu – „Þú berð ábyrgð á öllu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 5. júlí 2021 20:30

Valur Gunnarsson rithöfundur. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur Gunnarsson rithöfundur segir frá stormasömu ástarsambandi sínu og hinnar rússnesku Juliu Sesar í Ástarsögur, hlaðvarpsþætti á Rás 1.

Valur og Julia kynntust í Helsinki árið 1999. Hann heillaðist strax af henni og ekki leið á löngu þar til þau voru byrjuð að fara í göngutúra og bíóferðir saman. En síðan lauk dvöl hans í Finnlandi og hann hélt heim á leið og Julia fór aftur til Rússlands.

Þau byrjuðu síðan að skrifast á og hittust aftur í Finnlandi. Samband þeirra blómstraði hægt og segir Valur það sé vegna óframfærni af hans hálfu.

Valur segist hafa verið heillaður af menningarheimi Juliu en það er óhætt að segja að hans æska hefði verið ólík Juliu sem ólst upp í Sovétríkjunum.

Sambandið tók stökk eftir að þau byrjuðu að sofa saman en flæktist í kjölfarið. „Eins og ég átti eftir að komast að síðar þá er það svolítið þannig að þegar þú ert byrjaður í sambandi með rússneskri konu þá berð þú ábyrgð á öllu. Það er þér að kenna að sambandið byrjaði og þú átt að taka allar ákvarðanir,“ segir Valur í þættinum. Hann bætir við að Julia hefði átt það til að fara í fýlu ef hann setti upp rangan svip, þó það hefði verið ómeðvitað.

„Þetta fannst mér rosalega skrýtið, en var tiltölulega algengt því Rússar á dögum Sovétríkjanna hafa lært að treysta ekki neinu sem neinn segir, svo þeir eru alltaf að lesa í svipbrigði fólks og dæma út frá því. Maður þarf alltaf að vera sjálfsöruggur og brosandi í framan.“

Óumflýjanleg endalok

Valur fór fram og til baka yfir Atlantshafið. Hann elti Juliu til Rússlands en þar lauk sambandinu. Hann segist ekki viss hvað hefði orsakað sambandsslitinn en segir þau hefðu rifist mikið og að hann hefði hvorki þóknast henni í útliti né hegðun.

„Svo eru oft hlutir eins og að Rússar eru í fáránlega góðu formi, allir rosalega grannir sem ég var ekki, og það var eitthvað sem ég þurfti að laga. Það var eitt og annað sem gerði það að verkum að ég var ekki alveg að þóknast henni, hvorki í útliti né hegðun.“

Valur segir nánar frá ástarsambandi þeirra og óumflýjanlegum endalokum þess í þættinum. Þú getur hlustað á hann hér að neðan eða lesið nánar um sambandið í grein RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frosti og Helga selja: „Þetta heimili hefur verið okkar athvarf“

Frosti og Helga selja: „Þetta heimili hefur verið okkar athvarf“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við