fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Fyrrverandi Victoria‘s Secret fyrirsæta lætur fyrirtækið heyra það

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi Victoria‘s Secret fyrirsætan Bridget Malcolm gagnrýnir fyrirtækið harkalega í nýju myndbandi.

Hún segist hafa fundið fyrir mikilli pressu frá undirfatarisanum að vera mjög grönn og notar brjóstahaldara frá árinu 2016 til að sýna hversu grönn hún var orðin þegar hún var að vinna fyrir Victoria‘s Secret.

Bridget birti myndbandið um viku eftir að Victoria‘s Secret tilkynnti um endalok „englana“, sem samanstóð af ofurfyrirsætum eins og Adriana Lima, Behati Prinsloo og Candice Swanepoel og kynnti nýjar fyrirsætur til leiks, meðal annars fótboltastjörnunna Megan Rapinoe, leikkonuna Priyanka Chopra og „plus-size“ fyrirsætuna Paloma Elesser.

„Victoria‘s Secret. Þessi leikþáttur ykkar er grín,“ segir Bridget Malcolm. Hún sagði að það væri of seint fyrir fyrirtækið að bregðast svona við beiðni almennings um fjölbreytileika.

Til að sanna mál sitt sýndi Bridget brjóstahaldara sem hún klæddist fyrir árlegu tískusýningu undirfatarisans árið 2016.

Brjóstahaldarinn er í stærð 30A. „Ég er núna í stærð 34B, sem er heilbrigt fyrir mig,“ segir hún. Bridget er 180 cm á hæð.

Hún deilir einnig myndum frá sýningunni og bendir á hversu stór haldarinn hefði verið á hana.

@bridgetmalcolmtoo little too late Victoria’s Secret #victoriassecret #victoriasecretshows #CompleteMyLook #MyColoredHair♬ original sound – Bridget Malcolm

„Mér var neitað um að taka þátt í sýningunni árið 2017. Ed Razek sagði að „líkami minn liti ekki nógu vel út.““

Ed Razek var forstjóri L Brands, móðurfyrirtækis Victoria‘s Secret. Hann hefur verið mikið á milli tannanna á fólki og lét umdeild ummæli falla um transfólk í viðtali við Vogue árið 2019.

Victoria‘s Secret gaf út tilkynningu í kjölfar myndbands Bridget. „Það eru nýtt teymi við stjórnvöllinn hjá Victoria‘s Secret sem einbeitir sér að því að halda áfram að breyta vörumerkinu svo það verði að umhverfi sem tekur fagnandi á móti [öllum].“

Bridget á sýningunni 2016. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára